Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Síða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Síða 21
TVEIR DJUPFIRÐINCAR HEFNA SIN sagði hann og hafði öngvar vöflnr á málflutningi sínum, heldur ákærði þá tafarlaust fyrir hernám landsins og kvennastuld. Segðu þeim Palli, að við skulum berja þá í klessu! Segðu þeim, að það væri réttast að drepa þá! B-bloody bastards! You have o- occupied our country! You have stolen our women! Ég fann, þrátt fyrir víinuna, að eitthvað var bogið við þennan snún- ing: No, our girls, stolen our girls! tafsaði ég, en mundi þá eftir heppi- legri orðum og tók allt upp aftur. We are going to beat you, perhaps ki-kill you! Do you understand? Fermingarbróðir minn skók krepptan hnefann og yggldi sig: Vilj- ið þið þreifa á vöðvunum, bölvaðir lubbarnir ykkar! Segðu þeim Palli, að ég skuli berja þá í plokkfisk! Já, sagði ég, bíddu . .. Quite drunk! Annar pilturinn klappaði mér vin- sainlega á öxlina, hinn hló og lét móðan mása. Hvern fjandann eru þeir að babbla? Ég skil þá varla. Hvað er þetta drengur, skilurðu ekki ensku? Please, speak slowly! You have deprived us of our happiness! You have taken my fi-fiancée! Ég greip í fermingarbróður minn til að verja mig falli, en benti síðan á hann: He has also lo-lost his girl, his fiancée! Piltarnir neituðu ákærunni: Girls? sögðu þeir. Officers only! Ha? sagði ég. Officers? Yes, sögðu þeir. Icelandic girls for oíficers! Fish and chips for us! Það náði öngri átt, að við færum að ráðast á saklausa menn. Þessir kátu og alúðlegu piltar höfðu ekkert gert á hluta okkar, einungis svælt i sig steiktum þorski og kartöflum, meðan sjálfir sökudólgarnir, foringj- arnir í her bretakonungs, þömbuðu viskí á Borginni og tældu ungar stúlkur. Fermingarbróðir minn hætti við að berja þá í plokkfisk, ganga af þeim hálfdauðum eða dauðum. Hann lét sér nægja að skipa þeim að þreifa á vöðvunum og hóta að gefa þeim smávegis á trantinn fyrir hönd ætt- jarðarinnar, en vildi þó hressa þá áður, bleyta í þessu gumsi, sem þeir höfðu verið að éta. Helvítis ormarnir ykkar! Komið þið hérna inn í portið! sagði hann og vingsaði flöskunni. Ginn! Mér tókst að snúa boði hans á ein- hverskonar ensku, þrátt fyrir öldu- ganginn undir fótum mér og gífur- legt rugg húsanna. Piltarnir hvísluð- ust á, eins og þeir væru á báðum átt- um, en þokuðust síðan inn í breitt portið, supu á flöskunni og þökkuðu hlæjandi fyrir sig. Helvítis ormarnir ykkar! Ferm- 211
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.