Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Side 25
RÆÐA út hin fyrsta bók Jóhannesar úr Kötl- um. ljóðabókin Bí bí og blaka. En 1918 og 1919 höfðu þeir Stefán og Davíð bætt nýjum strengjum á hina gömlu íslenzku hörpu. Og þeir sungu á þessa strengi svo sætliga að unun var á að hlýða. en hið mesta hæpnis- verk ungum manni að ætla sér góðan hlut með því að grípa til hinna gömlu, þeirra er taldir \roru slaknaðir og slitnir. Fékk sem kunnugt er, margur á Javí að kenna, ýmist borinn þeim sökum að hans flíkur væru gamlar og ljótar, eða hinu, að hann hefði stolið hempu meistarans, sakir síns eigin fátækis. — Nei, það var víst ekki með öllu bermilegt fyrirtæki að bera fram fyrir þjóðina sín fyrstu ljóð á þeim árum, en Jóhannes gerði það nú samt, og hefur enda löngum sýnt það og sannað að hann getur og þorir ýmis- legt, sem aðrir telja heyra fullmikilli dirfsku. En það var ekki þar fyrir, hann byrjaði sannarlega ekki á því að reka upp stríðsöskur og slá sverði við skjöld. Sennilega verður þessi fyrsta bók Jóhannesar talin hreinræktaður átt- hagagróður að mestu, nýtt blóm á gömlum meiði, en ekki óður þess manns sem hefur víða farið og séð of heima alla. Hitt hef ég aldrei í efa dregið hvorki í hans fyrstu bók eða þeim er á eftir fóru, að heitar or djúpar tilfinningar hans til þeirra stöðva þar sem afi hans bjó, þar sem amma hans dó, hafi verið af mikilli einlægni tjáðar og þau verk hans eiga Dalirnir eftir að hefja til verðskuld- aðs vegs, — og munu gera, þegar við erurn öll og sá tími kominn að þeir telja sér það helzt til gildis að hafa fóstrað við barm sinn Jóhannes ú:- Kötlum. Það hlutskipti lá ekki fyrir hinu unga skáldi að eignast fasta búsetu í rósagarði síns hugarheims, þeim er æskan býr því unga hjarta, sem fullt er vonar, trúar og kærleika. Án allr- ar miskunnar var því varpað út í blóði litaðan straum síns tíma, þar sem annaðhvort hlýtur að gerast, að maðurinn berist í kaf og burt síðan, týndur og gleymdur, eða hann reisi við rönd og bjargi sér sjálfur. Hinni fagurlitu blæju æskuhug- sjóna og draumlífs var svift frá aug- um hans. Hann var krafinn um skiln- ing á þeim heimi er honum var sýnd- ur, hann var knúinn til að taka af- stöðu til þeirra vandamála mannlegs lífs, sem barist er um með hvað breið- ustum spjótum. Honum var gert að taka illvígar staðreyndir fram yfir rómantík Dalanna og augu hans voru smurin, að hann mætti öðlast þá skyggni, sem aðrir kveinka sér við. -— Ég veit ekki hvort við eða hann takið mér það illa upp, en ég segi það samt eins og það er: undir þessa vígslu var honum þrýst við þau skil- yrði, að hjarta hans var auðsærðara en annarra manna. Það er á slíkum krossgötum nýárs- 215
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.