Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Page 40
ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR
Skerpla
Drengurinn var hættur að líta
niður fyrir fæturna á sér, þegar
hann var á ferli í hlaðvarpanum. Það
var svosem sama, hvar hann steig.
Þessar óútsprungnu hófsóleyjar dóu
alveg eins, þótt hann træði þær ekki
niður. Þær frusu áreiðanlega í hel,
allar með tölu.
Fölur og niðurdreginn ranglaði
hann um gaddfreðinn varpann og ný-
kominn út í kuldann fann hann bitran
sársauka í nefinu. Það var einsog
loftið væri mettað eitraðri gufu, hann
sveið í nasirnar og gat ekki varizt
hnerra. Hann stóð sjálfan sig að því
að víkja ósjálfrátt úr vegi fyrir stórri
hvirfingu af þessum grænu grózku-
miklu blöðum, sem öll voru í laginu
eins og hófar, — eins og maður sér
þá, þegar hrossin velta sér, eða þegar
verið er að járna. Þau voru flest
grænleit ennþá, nema þau allra
yngstu, sem voru að verða svört af
kali. Gulir kollar gægðust út á milli
þeirra og stungu ónotalega í stúf við
svarta kalblettina.
Fyrsta frostdaginn hafði honum
dottið í hug að tína allar óút-
sprungnu sóleyjarnar og láta þær i
vatn inni í eldhúsi, en þá sá hann
hvað þær voru margar, — þetta var
óvinnandi verk, — og svo mundu þær
líklega deyja í eldhúsinu, áður en
þær gætu opnað sig. Það var kalt í
eldhúsinu og líka þröngt og dimmt.
Þær áttu þar ekki heima.
Kuldinn var allsstaðar, í eldhúsinu,
baðstofunni, göngunum, í fjósinu,
hlöðunni, fjárhúsunum, — hann
smaug ofan í rúm, inn undir fötin, í
gegnum fólkið og skepnurnar, og
enginn réð við hann. Jafnvel ný-
kveiktur eldurinn í hlóðunum kúrði
niðri, daufur og sneypulegur. Endr-
um og eins skaut hann upp bláum
vesældarloga, sem laumaðist óðar í
felur milli freðinna mókögglanna og
lúpaðist niður, einsog hann skamm-
aðist sín.
Drengnum fannst það mesta furða,
að hann skyldi hafa þolað við allan
þennan langa og kalda vetur, — og
hann hafði meira að segja verið létt-
ur í skapi og bjartsýnn stundum,
\
230