Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Síða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Síða 40
ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR Skerpla Drengurinn var hættur að líta niður fyrir fæturna á sér, þegar hann var á ferli í hlaðvarpanum. Það var svosem sama, hvar hann steig. Þessar óútsprungnu hófsóleyjar dóu alveg eins, þótt hann træði þær ekki niður. Þær frusu áreiðanlega í hel, allar með tölu. Fölur og niðurdreginn ranglaði hann um gaddfreðinn varpann og ný- kominn út í kuldann fann hann bitran sársauka í nefinu. Það var einsog loftið væri mettað eitraðri gufu, hann sveið í nasirnar og gat ekki varizt hnerra. Hann stóð sjálfan sig að því að víkja ósjálfrátt úr vegi fyrir stórri hvirfingu af þessum grænu grózku- miklu blöðum, sem öll voru í laginu eins og hófar, — eins og maður sér þá, þegar hrossin velta sér, eða þegar verið er að járna. Þau voru flest grænleit ennþá, nema þau allra yngstu, sem voru að verða svört af kali. Gulir kollar gægðust út á milli þeirra og stungu ónotalega í stúf við svarta kalblettina. Fyrsta frostdaginn hafði honum dottið í hug að tína allar óút- sprungnu sóleyjarnar og láta þær i vatn inni í eldhúsi, en þá sá hann hvað þær voru margar, — þetta var óvinnandi verk, — og svo mundu þær líklega deyja í eldhúsinu, áður en þær gætu opnað sig. Það var kalt í eldhúsinu og líka þröngt og dimmt. Þær áttu þar ekki heima. Kuldinn var allsstaðar, í eldhúsinu, baðstofunni, göngunum, í fjósinu, hlöðunni, fjárhúsunum, — hann smaug ofan í rúm, inn undir fötin, í gegnum fólkið og skepnurnar, og enginn réð við hann. Jafnvel ný- kveiktur eldurinn í hlóðunum kúrði niðri, daufur og sneypulegur. Endr- um og eins skaut hann upp bláum vesældarloga, sem laumaðist óðar í felur milli freðinna mókögglanna og lúpaðist niður, einsog hann skamm- aðist sín. Drengnum fannst það mesta furða, að hann skyldi hafa þolað við allan þennan langa og kalda vetur, — og hann hafði meira að segja verið létt- ur í skapi og bjartsýnn stundum, \ 230
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.