Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Side 45

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Side 45
SKERPLA gráum, kringlóttum kindaraugunum og hann fann til ábyrgðar. Það var lítil karlmennska að fara að vola, — enda alveg eins líklegt að lambið væri lifandi, bara svona dofið af kulda. Það var engin blíða, en þau voru lífseig — þessar litlu agnir. Hann fór úr úlpunni og vafði henni utan um lambið. Svo leyfði hann Brúsku að þefa af því gegnum úlpu- hálsmálið. Hún nasaði af því og líka af peysunni hans og jarmaði svo sárt og hvellt upp á hann að hann hrökk við. Hann spratt upp og vafði hand- leggjunum utan um böggulinn og hljóp við fót heim á leið. Brúska var honum óþæg. Hún sneri oft við, svo hann varð að hlaupa fyrir hana, hún rásaði í allar áttir og blaðraði hvellt upp í vindinn. Hann varð alltaf öðru hvoru að stanza og herma eftir lambsjarmi og láta hana þefa af lambinu, en það var eins og hún gæti aldrei munað það. Drengurinn var alveg hissa á þess- ari heimsku í Brúsku, sem honum hafði alltaf fundizt skynsömust af öll- um gimbrunum og átti að verða for- ystuær. En nú vissi hún ekkert í sinn haus. Hann var orðinn dauðþreyttur, þegar hann kom heimundir túnið, og hann settist niður i hlé við grjótgarð- inn og fór að skoða lambið betur. Nú voru bæði augun opin en þau voru svo torkennileg, engir svartir, glampandi blettir í sjáöldrunum, heldur bara þessi mistraði, blágrái litur, lygn og stjarfur, — alveg eins og frosthiminn á kyrrum þorra- morgni, þegar stendur að með þrá- viðri. Drengnum bauð ótta af þessum augum, — þau voru ekki djúp og kvik eins og í gendingunum, — þau voru grunn og stirð eins og hélað gler, spegluðu ekki andlit hans, en störðu tóm og skjálg til beggja hliða —- og bjuggu yfir einhverjum ægi- legum óhugnaði — Guð minn góður, — lambið var farið að stirðna! Litlu fæturnir voru orðnir stífir einsog grýlukerti og það brast í háls- inum, þegar hann reyndi að hlúa að því með úlpunni. Það var dáið. Lambadrottningin sjálf var dáin. Hann veitti henni nábjargirnar og horfði snöktandi á löngu, mjúku brá- hárin bærast í gjóstinum eins og litla, hvíta vængi. * Drengurinn kingdi grátnum og jarmaði eins og smálamb, sem týnt hefur mömmu sinni. Það tókst ágæt- lega í þetta sinn, Brúska kom þjót- andi með fasi og forsi og var nærri búin að hlaupa hann um koll. Svo stanzaði hún skammt frá, ráðvillt og tryllingsleg. Drengurinn jarmaði aftur og rétti fram stirðnaðan lambsskrokkinn. Kindin strauk votri snoppunni eftir smáhrokkinni lambsullinni og kumr- aði eins og áður. Honum tókst að 235
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.