Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Qupperneq 46

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Qupperneq 46
TIMARIT MALS OG MENNINGAR lokka hana innfyrir túnhliðið með því að sýna henni lambið og jarma 'í sífellu. Honum fannst hljóðið í henni ekki ljótt lengur og hann hugs- ?ði til þess með örvæntingu, hvernig henni yrði við, þegar hún kæmist að raun um að lambið væri dáið. Hvern- ig átti hann að láta hana skilja, að það var ekki hann, sem hafði drepið lambið hennar, —- heldur kuldinn, -—• þessi hræðilegi, nístandi kuldi? Hvernig átti hann að afsaka það fvrir henni, — fyrir öllum, að sjálf lamba- drottningin var dáin? Hvernig gat nokkur afborið það? Hann var far- inn að snökta uppbátt, þegar hann skjögraði síðasta spölinn heim, yfir- kominn af þreytu. Innskeifir fæturnir gátu varla borið hann og hann var orðinn loppinn. Svo grét hann. — Mamma! kjökraði hann. -— Mamma! Kindin svaraði honum í fjarska gegnum storminn. * Morguninn eftir vaknaði hann við það að fluga skreið á nefinu á hon- um. Hann settist framan á og fór að klæða sig. Rúðurnar voru þíðar, og utan á þeim sátu vatnsdropar. Þeir runnu hver yfir í annan og hröpuðu niður glerið eftir krókóttum farveg- um. Þetta var ófrosið vatn! Pabbi hafði eitthvað minnzt á lin í gær- kvöldi, — en drengurinn hafði verið svo þreyttur, — hann tók varla neitt eftir þessu. Jú, pabbi hafði áreiðan- lega sagt, að nú væri lin í honum. Það skvldi þó aldrei vera? Drengurinn þaut fram dimm göng- in. Þegar hann kom út á hlaðið var svo mikill ilmur í loftinu. að honum varð snöggvast þungt um andardrátt- inn. Hann stjáklaði um varpann og trúði varla sínum eigin augum. Hann hnerraði nokkrum sinnum og dró djúpt að sér andann og höfugt loftið fyllti vit hans sterkri, rakri angan. Við augum hans ljómuðu nýtút- sprungnar sóleyjar á víð og dreif um allan varpann og bæjarflötina, -— eins og gjafmild vorgyðja hefði kom- ið þarna svífandi og sáldrað skín- andi himnaríkismynt um allan kál- garðsvegginn og hrútakofastvkkið. Sóleyjarnar voru allsstaðar. Dreng- urinn starði á undrið orðlaus af gleði. Hann rétti fram lófana og fann ylhlýjan sunnanúðann sáldrast í þá. Það var orðið alþítt í rót og næst- um hægt að sjá græðinginn vaxa upp- úr fölri jörðinni. Smátjarnir sátu á bæjardyrahellunum, vatnstunnan við veggjarhornið var orðin flevtifull og á vatninu syntu bráðnandi klaka- molar. Það hafði hellirignt alla nóttina. í þúfnastykkinu neðan við bæjarflöt- ina var spói á ferli. Hann spígsporaöi virðulega á hæstu þúfunni. Svo hóf hann sig til flugs og lét löngu fæturna lafa. Hann tók til máls hægt og stilli- lega eins og ekkert lægi á: 236
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.