Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Side 47
SKERPLA
— Bííí — VÍÍÍÍÍÍ. Bííí — víííí----,
lengi lengi. Svo tók hann til að vella,
síhækkandi bí — vííí, þangað til
langa bogna nefið á honura fór allt í
einu að opnast og lokast svo hratt, að
drengnum sýndist hann hafa þrjá
gogga. Spóinn var að vella graut, og
munaði litlu að syði uppúr hjá hon-
um.
Þetta var dásamlegt að heyra. Nú
var veturinn farinn og vorið hafði
komið í nótt.
Hann rak upp gleðióp og þaut inn
í bæ.
— Amma! kallaði hann. —
Amma! Vorið er komið! Það er
komið alveg! Það kom í nótt! Nú
springur spáflugan í rassinum á þér,
amma!
Gamla konan reri á rúmi sínu og
boraði lykkjuna tuldrandi og taut-
andi einsog vant var. Fregnin virtist
ekki hafa nein áhrif á hana, — hún
leit ekki einusinni upp.
Drengurinn nam eina setningu úr
öllu buldrinu:
— Þó maðkar éti mitt hold, þá
sanniði til: Þetta stendur aldrei
lengi.
Það dró úr gleði drengsins. Hann
mundi snögglega allt, sem skeð hafði
í gær og það dimmdi í huga hans.
Hann ráfaði fram göngin í þungum
þönkum og stanzaði niðurlútur við
hestasteininn á hlaðinu. Svo leit hann
til lofts tortrygginn og brúnaþungur.
Stórir flotar regnskýja sigldu blás-
andi byr yfir ljósbláan himinsæinn
fyrir gullbryddum þokuseglum. Skín-
andi andlit sólarinnar faldi sig
glettnislega bakvið silfurgráa maríu-
tásu og tvöfaldur friðarbogi byggði
brú frá bæjarásnum alla leið upp í
himininn. Úðinn draup úr loftinu í
sífellu og settist á nýgræðinginn í
glitrandi smákúlum sem skulfu á nál-
aroddum stráanna eitt andartak áður
en þær duttu niður í grænkandi jörð-
ina.
Drengurinn sá þetta allt. Hann leit
til lofts og síðan á jörðina aftur.
Ef þetta var ekki voriö, — þá var
lika ekkert að reiða sig á í þessum
heimi.
í því heyrði hann fótatak, hviss og
hananú hinumegin við bæinn, — úti
hjá hlöðu. Þarna kom þá Brúska með
— hvítt lamb á eftir sér. Það jarmaði
á hana.
Drengurinn nuggaði augun og
starði. En það var ekki um að villast.
Pabbi hans kom á eftir eins og ekkert
væri um að vera og hundurinn rak
lestina, dálítið undirfurðulegur í
framan.
Drengurinn stóð á öndinni.
—- Pabbi! Pabbi! Lifnaði hún
við? Er hún virkilega lifandi?
Pabbi hans brosti.
— Onei, ekki gerði hún það. En
Golsa gamla bar í morgun og við
skulum sjá hvort hún Brúska þín vill
ekki eiga annan tvílembinginn henn-
ar. Það er nýja lambadrottningin.
237