Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Page 47
SKERPLA — Bííí — VÍÍÍÍÍÍ. Bííí — víííí----, lengi lengi. Svo tók hann til að vella, síhækkandi bí — vííí, þangað til langa bogna nefið á honura fór allt í einu að opnast og lokast svo hratt, að drengnum sýndist hann hafa þrjá gogga. Spóinn var að vella graut, og munaði litlu að syði uppúr hjá hon- um. Þetta var dásamlegt að heyra. Nú var veturinn farinn og vorið hafði komið í nótt. Hann rak upp gleðióp og þaut inn í bæ. — Amma! kallaði hann. — Amma! Vorið er komið! Það er komið alveg! Það kom í nótt! Nú springur spáflugan í rassinum á þér, amma! Gamla konan reri á rúmi sínu og boraði lykkjuna tuldrandi og taut- andi einsog vant var. Fregnin virtist ekki hafa nein áhrif á hana, — hún leit ekki einusinni upp. Drengurinn nam eina setningu úr öllu buldrinu: — Þó maðkar éti mitt hold, þá sanniði til: Þetta stendur aldrei lengi. Það dró úr gleði drengsins. Hann mundi snögglega allt, sem skeð hafði í gær og það dimmdi í huga hans. Hann ráfaði fram göngin í þungum þönkum og stanzaði niðurlútur við hestasteininn á hlaðinu. Svo leit hann til lofts tortrygginn og brúnaþungur. Stórir flotar regnskýja sigldu blás- andi byr yfir ljósbláan himinsæinn fyrir gullbryddum þokuseglum. Skín- andi andlit sólarinnar faldi sig glettnislega bakvið silfurgráa maríu- tásu og tvöfaldur friðarbogi byggði brú frá bæjarásnum alla leið upp í himininn. Úðinn draup úr loftinu í sífellu og settist á nýgræðinginn í glitrandi smákúlum sem skulfu á nál- aroddum stráanna eitt andartak áður en þær duttu niður í grænkandi jörð- ina. Drengurinn sá þetta allt. Hann leit til lofts og síðan á jörðina aftur. Ef þetta var ekki voriö, — þá var lika ekkert að reiða sig á í þessum heimi. í því heyrði hann fótatak, hviss og hananú hinumegin við bæinn, — úti hjá hlöðu. Þarna kom þá Brúska með — hvítt lamb á eftir sér. Það jarmaði á hana. Drengurinn nuggaði augun og starði. En það var ekki um að villast. Pabbi hans kom á eftir eins og ekkert væri um að vera og hundurinn rak lestina, dálítið undirfurðulegur í framan. Drengurinn stóð á öndinni. —- Pabbi! Pabbi! Lifnaði hún við? Er hún virkilega lifandi? Pabbi hans brosti. — Onei, ekki gerði hún það. En Golsa gamla bar í morgun og við skulum sjá hvort hún Brúska þín vill ekki eiga annan tvílembinginn henn- ar. Það er nýja lambadrottningin. 237
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.