Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Qupperneq 53
HARALDUR JOHANNSSON
Fjögur bréf til forsætisráðherra
HERMANN Jónasson, þáverandi forsætisráðherra, setti snemma vetrar 1957
á fót nefnd fimm hagfræðinga, sem athuga skyldi ástand og horfur í
efnahagsmálum landsins og gera tillögur um lausn fjáröflunarvanda ríkisins
og stefnu þess í atvinnumálum. Nefnd þessi tók til starfa í nóvember 1957 og
hætti störfum í apríl 1958. Formaður nefndarinnar var Jónas H. Haralz, en
aðrir nefndarmenn voru Klemenz Tryggvason, Kristinn Gunnarsson, Torfi Ás-
geirsson og Haraldur Jóhannsson. Vinnubrögð nefndarinnar voru þessi: Að
álitsgerðum þeim, sem nefndin sendi til ríkisstjórnarinnar samdi formaður
hennar uppkast, er síðan var rætt á fundum nefndarinnar. Að því búnu gekk
hann frá álitsgerðunum. Vegur og vandi af störfum nefndarinnar hvíldi
þannig á herðum Jónasar H. Haralz. Hagfræðinganefndin sendi frá sér þrjár
álitsgerðir: Erlend lán, Fjáröflun og fjármagnsþörf fjárjestingarsjóða og sér-
stakra framkvæmda, Athuganir á hœkkun gengisskráningar og gerði auk þess
drög að YJirliti um þjóðarbúskapinn. Álitsgerðir þessar voru misjafnlega
ítarlegar.
Þótt samstarf nefndarmanna væri gott, greindi þá að sjálfsögðu á um mál,
sem nefndin fjallaði um. I jíremur þeirra bréfa tíl þáverandi forsætisráðherra,
Hermanns Jónassonar, sem hér eru birt, er ýmist vikið að atriðum, sem nægi-
leg áherzla þótti ekki á lögð i álitsgerðum nefndarinnar eða ágreiningur var
um. En bréfin eru orðuð á þann veg, að þau verða skilin án þess að efni álits-
gerðanna sé rakið. Tilefni fjórða og síðasta bréfsins, sem hér er birt fremst,
voru ráðagerðir um birtingu hvítrar bókar um efnahagsmálin, þar sem álits-
gerðir nefndarinnar yrðu birtar með ýmsum öðrum skýrslum.
Bréfin fjögur eru þessi:
243