Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Side 54
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
I
Hr. forsætisráðherra, Hermann Jónasson, 21. júlí 1958
Forsætisráðuneytinu.
Vegna undirbúnings útgáfu hvítrar bókar með greinargerðum um efna-
hagsmál, meðal þeirra álitsgerðum, sem Hagfræðinganefndin hefur sent ríkis-
stjórninni, vil ég fara þess á leit, að birtar verði með álitsgerðum nefndarinn-
ar athugasemdir mínar við þær og þessi athugaseind að auki:
Þegar álitsgerðir þessar voru til umræðu í Hagfræðinganefndinni, var gert
ráð fyrir, að þær væru drög að köflum í almennri yfirlitsskýrslu um efnahags-
málin, sem nefndin tæki saman. Þótt Hagfræðinganefndin væri ekki sett á fót
með erindisbréfi né verksvið hennar afmarkað, virtist í fyrstu gert ráð fyrir,
að það yrði vítt. Bæði í viðræðum við formann nefndarinnar, Jónas Haralz,
og á fundum hennar lét ég í ljós þá skoðun, að meðal viðfangsefna hennar
þyrftu að vera þessar athuganir:
1. Athugun á, hve mikinn skerf hver atvinnugrein leggur raunverulega til
þjóðarbúsins. Framleiðslan yrði metin á því verði sem sams konar vörur
seljast á erlendis, eða öllu heldur, þegar því yrði við komið, á því verði, sem
þær ganga á kaupum og sölum milli landa.
2. Athugun á, hvaða náttúrleg takmörk vexti sjávarútvegsins eru sett.
Áætlað yrði, hve mikils fisks verður árlega aflað á miðunum á landgrunninu
án þess að gengið verði á stofninn, eða með öðrum orðum, hve lengi sjávar-
útvegurinn getur, að nær öllu Ieyti, staðið undir nauðsynlegum innflutningi,
miðað við óbreytt viðskiptakjör, óbreytt lífskjör og væntanlega fólksfjölgun.
3. Athugun á, hvar á landinu vinnuafl og fjármagn nýtast bezt.
4. Athugun á, hver er hlutfallslegur þáttur verðlags innfluttra vara, kaup-
gjalds og útlánastefnu bankanna í verðbólgunni.
5. Athugun á, hvort taka megi upp framleiðsluvísitölu, sem kaupgreiðslur
yrðu miðaðar við. Jafnframt væru launahlutföll athuguð.
Að lokum vil ég vekja athygli á því viðhorfi til atvinnumála, sem býr að
baki álitsgerða nefndarinnar, þ. e. að jafnvægi í greiðslum við útlönd og
efnahagsmálum innanlands náist með hagræðingu útlána og vaxta bankanna.
Með tilliti til árlegra sveiflna í gjaldeyristekjum landsins og núverandi
greiðsluvandræða, tel ég það vera tálvonir, að slíkri skipan verði komið á
efnahagsmálin á næstu árum, ef nokkru sinni.
Með sérstakri virðingu,
(Undirskrift.)
244