Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Síða 55
FJÖGUR BRBF TIL FORSÆTISRÁÐHERRA
II
Hr. forsætisráðherra, Hermann Jónasson, 13. febrúar 1958
F orsætisráðuneytinu.
Við greinargerð Hagfræðinganefndarinnar um erlend lán vil ég gera þessar
athugasemdir:
1. Ég tel, að það mundi auðvelda í ríkara mæli gjaldeyrisaðstöðu landsins
en gert er ráð fyrir í álitsgerðinni, ef erlendar lánstökur frá hinum ýmsu gjald-
eyrissvæðum væru í samræmi við gjaldeyristekjur landsins frá gjaldeyris-
svæðum þessum, þ. e. ef greiðsla vaxta og afborgana til allra gjaldeyrissvæð-
anna næmi álíka stórum hundraðshluta gjaldeyristekna frá svæðum þessum.
(Arið 1958 munu hins vegar greiðslur vaxta og afborgana af erlendum lánum
nema um 9,9% tekna landsins í hörðum gjaldeyri, en 0,9% tekna landsins í
gjaldeyri jafnkeypislanda).
2. Ég tel það fara einkum eftir tvennu, sem ekki þarf endilega að vera
samræmanlegt, hve miklum erlendum lánum landinu er óhætt að safna.
a) A hverjum tíma munu vera uppi um það allákveðnar skoðanir í erlend-
um fjármálastofnunum, hve miklum erlendum skuldum löndunum er
óhætt að safna. Ef skuldir einhverra landa eru þeim ofviða, að dómi
fjármálastofnana þessara, eiga lönd þau ekki lengur kost á lánum í
fjármálastofnunum þessum.
b) Ef þær framkvæmdir, sem eitthvert lán er notað til, skapa um tiltekið
árabil meiri gjaldeyristekjur beldur en svara til greiðslu vaxta og af-
borgana af lánunum bendir það til, að það borgi sig að taka viðkomandi
lán.
3. Eftir að rætt hefur verið um stofnun samstarfsnefndar þeirra aðila, sem
um lánamálin fjalla, segir: „Seðlabankinn og Framkvæmdabankinn væru eftir
sem áður undanþegnir skyldunni að fá heimild bankamálaráðherra til töku
lána, en bæru hins vegar undir samstarfsnefndina lánafyrirætlunina síðar.“
Ég tel nauðsynlegt, að forsjá lánamála landsins hvíli örugglega í höndum
ríkisstjórnarinnar. Eg er þess vegna mótfallinn því, að Seðlabankinn og Fram-
kvæmdabankinn njóti þessarar sérstöðu.
Með sérstakri virðingu,
(Undirskrift.)
245