Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Síða 59
PÓLSKA ALÞÝÐULÝÐVELDIÐ 15 ÁRA
stofnun lýðveldisins, var iðnaðar-
framleiðslan heldur innan við það,
sem hún hafði verið ó sama land-
svæði árið 1913.
Stórum meiri ógæfa var þó, hvern-
ig haldið var á utanríkismálunum.
Hin afturhaldssama herforingja-
klíka, sem fór með stjórn landsins,
gerði það að útverði auðvaldsskipu-
lagsins gegn hinu sósíalistíska ríki í
austri, hlekk í hinum svonefnda cor-
don sanitaire, með þeim afleiðingum,
að þátttaka landsins í samsæri auð-
valdsríkjanna gegn sósíalismanum
var á örlagastundu sett ofar lífshags-
munum pólsku þjóðarinnar. Þegar
ráðstjórnin leitaðist við að koma á
varnarbandalagi gegn Hitler-Þýzka-
landi, þvertók „ofurstastjórnin11
pólska fyrir að eiga nokkra aðild að
slíku bandalagi, enda þótt landið væri
að kalla varnarlaust gegn hinni yfir-
vofandi árás Hitlers.
Af öllum þeim löndum, er hart
urðu úti í heimsstyrjöldinni síðari,
var Pólland verst leikið, enda eru
styrjaldarárin fimm dimmasta tíma-
bilið í allri hinni dapurlegu sögu Pól-
lands. Meira en þriðjungur allra
verðmæta þjóðarinnar í mannvirkj-
um fór forgörðum. Tveir þriðju hlut-
ar allra iðnfyrirtækja landsins urðu
fyrir stórskemmdum. Landbúnaður-
inn varð og fyrir stórfelldu tjóni,
glataði t. d. þriðjungi kvikfénaðar-
ins. Tjón á íbúðarhúsum í borgum og
sveitum víðsvegar um landið var gíf-
urlegt og þó hvergi meira en í höfuð-
borginni. Engin höfuðborg var jafn-
hart leikin og Varsjá, og verður henni
aðeins jafnað í því efni saman við
Stalingrad og Hirosiina. Borgin var
lögð í rústir að þrem fjórðu hlutum,
og þegar hún var leyst úr óvinahönd-
um, voru aðeins eftir rúm 160 þús-
und af hinum tveim milljónum íbúa
hennar.
Manntjón Pólverja í styrjöldinni
er talið um sex milljónir eða 22%
þjóðarinnar. Er það um helmingi
hærri hundraðstala en í þeim löndum,
er næst ganga. Þó að pólska þjóðin
hafi oftar en einu sinni á liðnum öld-
um haft ástæðu til að ugga um tilveru
sína, komst hún þó aldrei svo nærri
glötunarbarminum sem í heimsstyrj-
öldinni síðari. Utþurrkun pólsks
þjóðernis var reyndar meðal þeirra
fyrirætlana Hitlers, er hann ætlaði
að hrinda í framkvæmd að fengnum
sigri í styrjöldinni.
Nú eru 15 ár liðin frá því pólska
þjóðin gat hafizt handa um að reisa
borgir sínar og atvinnuvegi úr rúst-
um. Og hún hefur unnið sleitulaust.
Allir hafa fengið verk að vinna, og
sérstaklega hefur verkalýðurinn
hvergi sparað sig. Eftir þennan hálf-
an annan áratug skortir þó mikið á,
að lífsafkoina sé orðin jafngóð í Pól-
landi og í þeim lönduin kapítalistísk-
um og einnig sósíalistískum, sem
blómlegust eru. Er slíkt auðvitað ekk-
ert undrunarefni, heldur miklu frem-
249