Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Qupperneq 60
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ur hitt, hversu bilið hefur mjókkað
mikið þrátt fyrir erfiðustu aðstæður.
Fyrsta og brýnasta verkefnið eftir
að stríðinu lauk var að reisa úr rúst-
um híbýli þeirra milljóna manna, er
ekkert húsaskjól áttu sér, svo og að
koma atvinnuvegunum í gang. Pól-
verjar gengu að þessu starfi af slík-
um eldmóði, að heimsathygli vakti.
Sérstaklega vakti það undrun og að-
dáun, hversu rösklega gekk að
byggja upp Varsjá. Ýmsum þótti í
fyrstu óráðlegt að reisa hana á hinum
gamla stað. Það mundi verða miklu
auðveldara og hentugra að reisa hana
alveg af nýjum grunni. En almenn-
ingur mátti ekki heyra annað nefnt
en að endurreisa borgina á sínum
gamla stað og sem líkasta því, sem
hún hafði áður verið, án tillits til
þess, að nýtízku byggingarlag mundi
betur henta. Það var þjóðernislegt
metnaðarmál.
Nú er endurbyggingu Varsjár langt
komið. Það er aftur risin hreinleg
borg með breiðum strætum, og íbúa-
talan er komin yfir eina milljón. Rúst-
ir stríðsáranna eru furðu lítið áber-
andi, en meðfram hinum breiðari
götum standa hvarvetna ung og grönn
tré. Þau gætu verið svo sem fimmtán
ára.
Fyrstu fjögur árin eftir striðið
fóru í það að bæta mesta styrjaldar-
tjónið á mannvirkjum og atvinnu-
vegum. Að því búnu var loks hægt að
hugsa til þess að hefja sókn til auk-
inna framfara og þá fyrst og fremst
að gera gangskör að því að vinna upp
hina miklu vanrækslu, sem valdhaf-
arnir á tímabilinu milli stríðanna
höfðu gert sig seka um. Það var sam-
in sex ára áætlun, er framkvæmd
skyldi á árunum 1949—55, og var
meginatriði hennar að leggja grund-
völl að stóriðju í landinu. Þetta tíma-
bil varð erfitt og fórnfrekt og lífskjör
bötnuðu ekkert, heldur hið gagn-
stæða, en það voru sköpuð mikil verð-
mæti, sem bráðlega mundu gefa arð.
Síðustu þrjú árin hefur verið slakað
á klónni, lífskjör bætt til mikilla
muna, en fjárfesting er þó enn mikil.
Vitanlega vantar enn mikið á, að Pól-
land hafi náð þeim löndum í Evrópu,
er fremst standa í iðnaði, en bilið
hefur mjókkað mikið. Skulu hér
nefndar nokkrar tölur, er sýna, hve
iðnvæðingin hefur verið hröð.
A þessu ári framleiðir Pólland 6
milljónir lesta af stáli, rúmlega fjór-
falt á við framleiðsluna fyrir stríð.
Framleiðsla rafmagns er 6,6 föld,
kolaframleiðsla 2,6 föld og sements-
framleiðsla þreföld miðað við fram-
leiðsluna fyrir stríð. Framleiðsla véla
er orðin tvítugföld miðað við sama
tíma. Á þessu tímabili hafa verið reist
nokkur stór iðjuver, og er járn- og
stáliðjuverið Nowa Huta þeirra
kunnast. Það er meðal stærstu iðju-
vera sinnar tegundar í Evrópu. Vinna
þar 18 þúsund verkamenn.
Þróun landbúnaðarins hefur verið
250