Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Síða 62
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
yíirvinna örbirgð og fáfræði, væri ó-
hugsandi án styrkrar og stefnufastr-
ar forustu. Þá forustu hefur Samein-
aði verkamannaflokkurinn haft á
hendi. Sá flokkur var stofnaður af
kommúnistum og sósíaldemókrötum
í lok stríðsins. Hann var illa í stakk-
inn búinn að taka við öllu i kalda-
kolum eftir ráðsmennsku hinna
horgaralegu flokka. Hann var ósam-
stæður og reynslulaus í stórfelldu
uppbyggingar- og skipulagsstarfi og
átti takmörkuðum skilningi að mæta
hjá stríðshrjáðri og vondaufri þjóð.
En að einu leyti stóð hann vel að vígi,
hann byggði á traustri fræðikenn-
ingu, marxismanum. Eftir að fulltrú-
ar borgaralegra þjóðfélagsfræða hafa
streytzt við að afsanna þjóðfélags-
kenningar marxismans allt frá því
þær voru fyrst settar fram fyrir
hundrað árum, hefur það nú orðið
nokkur tízka síðustu árin að halda
því fram, að þær séu orðnar úreltar.
Reyndin er þó allt önnur. Þessar
kenningar hafa verið prófaðar í verki
í hverju landinu af öðru, og niður-
staðan er hvarvetna sú sama: þær
veita þeim, sem taka þær í þjónustu
sína, vald yfir framleiðsluöflunum,
sem aðrir hafa ekki. í þeim löndum,
sem byggja á kenningum marxism-
ans, verða margfalt örari framfarir
en annars staðar. Það var og Sam-
einaða verkamannaflokknum mikil
hjálp, að hann gat stuðzt við 30 ára
reynslu Ráðstjórnarríkjanna í að
byggja upp samvirkt þjóðfélag við
ekki ósvipuð skilyrði og voru í Pól-
landi. Honum tókst að blása þjóðinni
í brjóst, sérstaklega verkalýðnum,
sjálfstraust og trú á framtíðina og
hrífa hana með til dáða. Honum hef-
ur tekizt að leiða pólsku þjóðina, að
vísu ekki mistakalaust, yfir mjög erf-
itt tímabil, og forustu hans á hún það
fyrst og fremst að þakka, að hún má
nú vona, að óðum fari að linna löng-
um raunum hennar og framundan sé
örugg þróun til vaxandi hagsældar og
menningar.
252