Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Page 70
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
DauSir, já, dauðir.
Haltu kjafti, kerling!
Augu sem minna á bliknuð blóm, og tennur
er blika sem mjöll úr dauöans hörðu greipum.
Þeir féllu báðir; og brúöurin snýr aftur
með blóðugt hár og dreyrastokkin klæði.
Þeir eru á heimleið, sveipaðir svörtum skikkjum,
svífandi á breiðum herðum ungra manna.
Þeir hlutu verðug laun; og ekkert annað.
Og yfir gullin blómin rignir sandi.
(Hún jer. Ungu stúlkurnar drúpa höfði og
ganga út af sviðinu með hrynföstum hreyf-
ingum.)
Rignir sandi.
Yfir bliknuð blómin.
Yfir bikara blómanna
bera þeir líkin tvenn.
Annar er brúnablakkur,
brúnadökkur hinn.
Lágt með sárum söngvum.
svífðu, næturgali
yfir bliknuö blómin!
(Hún fer. Sviðið er autt. Móðirin og grann-
konan koma inn. Grannkonan grœtur.)
moðirin: íiættunu:
grannkonan: Ég get það ekki.
MÓðirin: Hættu, segi ég! (I dyrunum.) Er hér enginn? (Styður höndum að
enni sér.) Sonur minn ætti að svara mér. En nú er sonur minn haugur visn-
aðra blóma. Nú er sonur minn drungaleg rödd að fjallabaki. (Gremjulega
við grannkonuna.) Ætlarðu að hætta! Eg vil ekki heyra grátið í þessu húsi.
Tár þín eru ekki annað en tár augnanna, en mín falla þegar ég verð ein;
felld af iljum mínum, felld af rótum mínum; og þau verða heitari en blóð.
grannkonan: Komdu heim með mér. Þú ættir ekki að vera hér.
móðirin: Hér. Hér vil ég vera. I kyrrðinni. Nú eru þeir allir dánir. Um lág-
nættið sef ég vært, því nú stendur mér ekki lengur stuggur af rifflum og
rýtingum. AÖrar mæður munu standa við gluggana, regnbarðar og votar,
og skima eftir andlitum sona sinna. Ekki ég. Svefn minn skal verða dúfa úr
FYRSTA UNGMEY:
betlikerlingin:
FYRSTA UNGMEY:
önnur ungmey:
TELPAN:
260