Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Side 71

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Side 71
ÚR BI.ÓÐBRULLAUPI köldu fílabeini, sem flýgur með frostrósir út í kirkjugarðinn. Nei. Ekki kirkjugarðinn, ekki kirkjugarðinn. Heldur að hvílu úr mold, að mjúkri vöggu sem hlúir þeim og vaggar jieim til himna. (Svartklœdd kona Jcemur inn. Hún gengur hœgra megin á sviðið og jellur á kné. Við grannkonuna.) Taktu hendurnar frá andlitinu. Við eigum hræðilega daga í vændum. Ég vil engan hitta, engan. Moldin og ég. Tár mín og ég. Og þessir fjórir veggir. Æ! Æ! (Sezt, yfirbuguð af sorg.) GRANNKONAN: Vertu miskunnsöm við sjálfa þig. MÓÐIRIN (strýkur hárið frá enninu) : Ég verð að vera róleg. Nú koma grann- konurnar, og ég vil ekki að þær sjái örbirgð mína. Já, örbirgð mína! Því ég á ekkert barn sem ég get lyft að vörum mínum. (Brúðurin kemur inn. Kórónulaus og í svartri skikkju.) GRANNKONAN (kemur auga á hana. Gremjulega) : Hvað er þér á höndum? brúðurin : Ég er komin. MÓðirin (við grannkonuna): Hver er hún? grannkonan: Þekkirðu hana ekki? móðirin : Þess vegna spyr ég hver hún sé. Ég verð að láta eins og ég þekki hana ekki, annars læsi ég tönnunum í kverkar hennar. Eiturnaðra! (Víkur sér að brúðinni, œf af reiði, en stillir sig. Við grannkonuna.) Líttu á hana! Þarna ster.dur hún, og hún grætur, og ég klóra ekki úr henni augun. Eg skil ekki sjálfa mig. Unni ég þá ekki syni mínum. Og sæmd hans? Hvar er sæmd hans nú? (Slœr brúðina, svo að hún fellur við.) grannkonan: Ó, guð minn góður! (Reynir að skilja þœr.) brúðurin (við grannkonuna): Láttu hana vera. Ég kom hingað til að hún dræpi mig, svo að hægt væri að bera mig burt ineð hinum. (Við móður- ina.) En ekki með berum höndunum. Með heykvísl, með ljá. Og af slíkum ofsa, að stálið hrökkvi sundur á beinum mínum. Láttu hana vera! Ég vil að hún viti að ég er hrein mey. Ef til vill vitfirrt, en þó yrði ég borin til grafar án þess að nokkur karlmaður hefði speglað sig í hreinleik brjósta minna. móðirin: Þegiðu, þegiðu! Hvað kemur mér það við? brúðurin : Ég flýði með hinum, ég flýði! (í angist.) Þú hefðir gert það líka. Ég var kona sem brann í eldi, með brunafleiður á sál og líkama, og sonur þinn var mér lúka vatns, og ég vonaði að hann gæti gefið mér börn, jörð og heilsu. En hinn var myrkt fljót, fullt af trjásprotum, og það seiddi mig til sín með niðandi sefi og söng milli tannanna. Og ég hljóp burt með syni þínum, sem var eins og lítið barn af svölu vatni, og hinn sendi mér hundruð 261
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.