Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Qupperneq 71
ÚR BI.ÓÐBRULLAUPI
köldu fílabeini, sem flýgur með frostrósir út í kirkjugarðinn. Nei. Ekki
kirkjugarðinn, ekki kirkjugarðinn. Heldur að hvílu úr mold, að mjúkri
vöggu sem hlúir þeim og vaggar jieim til himna. (Svartklœdd kona Jcemur
inn. Hún gengur hœgra megin á sviðið og jellur á kné. Við grannkonuna.)
Taktu hendurnar frá andlitinu. Við eigum hræðilega daga í vændum. Ég
vil engan hitta, engan. Moldin og ég. Tár mín og ég. Og þessir fjórir veggir.
Æ! Æ!
(Sezt, yfirbuguð af sorg.)
GRANNKONAN: Vertu miskunnsöm við sjálfa þig.
MÓÐIRIN (strýkur hárið frá enninu) : Ég verð að vera róleg. Nú koma grann-
konurnar, og ég vil ekki að þær sjái örbirgð mína. Já, örbirgð mína! Því
ég á ekkert barn sem ég get lyft að vörum mínum.
(Brúðurin kemur inn. Kórónulaus og í svartri skikkju.)
GRANNKONAN (kemur auga á hana. Gremjulega) : Hvað er þér á höndum?
brúðurin : Ég er komin.
MÓðirin (við grannkonuna): Hver er hún?
grannkonan: Þekkirðu hana ekki?
móðirin : Þess vegna spyr ég hver hún sé. Ég verð að láta eins og ég þekki
hana ekki, annars læsi ég tönnunum í kverkar hennar. Eiturnaðra! (Víkur
sér að brúðinni, œf af reiði, en stillir sig. Við grannkonuna.) Líttu á hana!
Þarna ster.dur hún, og hún grætur, og ég klóra ekki úr henni augun. Eg skil
ekki sjálfa mig. Unni ég þá ekki syni mínum. Og sæmd hans? Hvar er sæmd
hans nú? (Slœr brúðina, svo að hún fellur við.)
grannkonan: Ó, guð minn góður! (Reynir að skilja þœr.)
brúðurin (við grannkonuna): Láttu hana vera. Ég kom hingað til að hún
dræpi mig, svo að hægt væri að bera mig burt ineð hinum. (Við móður-
ina.) En ekki með berum höndunum. Með heykvísl, með ljá. Og af slíkum
ofsa, að stálið hrökkvi sundur á beinum mínum. Láttu hana vera! Ég vil að
hún viti að ég er hrein mey. Ef til vill vitfirrt, en þó yrði ég borin til grafar
án þess að nokkur karlmaður hefði speglað sig í hreinleik brjósta minna.
móðirin: Þegiðu, þegiðu! Hvað kemur mér það við?
brúðurin : Ég flýði með hinum, ég flýði! (í angist.) Þú hefðir gert það líka.
Ég var kona sem brann í eldi, með brunafleiður á sál og líkama, og sonur
þinn var mér lúka vatns, og ég vonaði að hann gæti gefið mér börn, jörð
og heilsu. En hinn var myrkt fljót, fullt af trjásprotum, og það seiddi mig
til sín með niðandi sefi og söng milli tannanna. Og ég hljóp burt með syni
þínum, sem var eins og lítið barn af svölu vatni, og hinn sendi mér hundruð
261