Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Side 76
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Spánar, spor, sem enn hefur ekki tek-
izt að afmá og varla að breiða yfir.
Talsmenn hennar leituðu sambands
við umheiminn til að geta betur ein-
beitt sér að lausn þess vanda, er lá
þeim þyngst á hjarta — örlögum ætt-
lands síns.
Þegar kynslóðin, sem fæddist á ár-
um niðurlægingarinnar, var vaxin úr
grasi, hafði beiskjan og óánægjan
fest enn dýpri rætur. Grunnmúrar
tilverunnar héldu áfram að molna og
örvæntingarfull gagnrýni hinna eldri
hugsuða og andófsmanna var þess
ekki lengur umkomin að fylla í skörð-
in. Um langt árabil, eða frá fyrri
heimsstyrjöldinni fram undir 1930,
reyndu ungir menn af þessari kynslóð
— kynslóð okkar Lorca — að lifa líf-
inu eins og bezt lét, glaðværu lífi við
myrkan bakgrunn, án þess að skipta
sér af vandamálum Spánar að for-
dæmi eldri kynslóðarinnar.
Árið 1914 orti skáldið Antonio
Machado ljóð er hét „Æska Spánar“.
í lokaerindinu spáir hann því, að hin
„yngri æska“ muni hafna prjáli róm-
antískra drauma og fara eigin götur,
ef andagiftin vitji hennar að ofan; að
hún vakni í „bjarma af guðdómseldi,
skær og hrein eins og gimsteinn“ .. .
Federico García Lorca varð skáld
þessarar yngri æsku. í skáldskap hans
er Spánn að vísu aldrei nefndur á
nafn, og Lorca helgaði sig hvorki
pólitískri né félagslegri baráttu, en
svo næmur var hann á tilfinningar
þjóðar sinnar og fullkominn túlkandi
þeirra, að verk hans öðluðust sjálf-
stætt líf, óháð vilja hans og ásetn-
ingi, eftir að ónafngreindir fasistar
myrtu hann í upphafi borgarastyrj-
aldarinnar.
Það verður aldrei vart ótvíræðra
stjórnmálaviðhorfa í skáldskap
Lorca. Hann lét þess oft getið, og ekki
að tilefnislausu, að hann ætti enga
pólitíska sannfæringu. Þá sjaldan
verk hans flytja einhvern félagslegan
boðskap virðist hann vera af íhalds-
sömum toga, og langt frá því að geta
talizt byltingarsinnaður, að minnsta
kosti við lauslega athugun. Og þó
lágu dýpri rök fyrir tengslum hans
við lýðræðisöfl Spánar en þau, að
hann hafði af tilviljun öðlazt frægð
fyriratbeina umbótasinnaðra mennta-
manna og í þeirra hópi. Endaþótt
hann nyti forréttinda í háborg hins
andlega aðals, endaþótt hann læsi
Ijóð sín og leikrit fyrir æskufólk af
hans eigin þjóðfélagsstétt og hefði
áhrif á ungu kynslóðina fyrir til-
verknað þess, og endaþótt hann léki
sér að torræðustu listformum nútím-
ans, varð hann ekki skáld „andlegra
reglubræðra“, heldur skáld spænskr-
ar alþýðu.
Drjúgur hluti verka hans er sem sé
alþýðlegur í þeim skilningi, að þau
eru þrungin hálfmeðvituðum tilfinn-
ingum þjóðar hans, efldum og aukn-
um af list hans, og höfðuðu því til al-
mennings. Sú tilfinningaorka, sem
266
\