Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Qupperneq 76

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Qupperneq 76
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Spánar, spor, sem enn hefur ekki tek- izt að afmá og varla að breiða yfir. Talsmenn hennar leituðu sambands við umheiminn til að geta betur ein- beitt sér að lausn þess vanda, er lá þeim þyngst á hjarta — örlögum ætt- lands síns. Þegar kynslóðin, sem fæddist á ár- um niðurlægingarinnar, var vaxin úr grasi, hafði beiskjan og óánægjan fest enn dýpri rætur. Grunnmúrar tilverunnar héldu áfram að molna og örvæntingarfull gagnrýni hinna eldri hugsuða og andófsmanna var þess ekki lengur umkomin að fylla í skörð- in. Um langt árabil, eða frá fyrri heimsstyrjöldinni fram undir 1930, reyndu ungir menn af þessari kynslóð — kynslóð okkar Lorca — að lifa líf- inu eins og bezt lét, glaðværu lífi við myrkan bakgrunn, án þess að skipta sér af vandamálum Spánar að for- dæmi eldri kynslóðarinnar. Árið 1914 orti skáldið Antonio Machado ljóð er hét „Æska Spánar“. í lokaerindinu spáir hann því, að hin „yngri æska“ muni hafna prjáli róm- antískra drauma og fara eigin götur, ef andagiftin vitji hennar að ofan; að hún vakni í „bjarma af guðdómseldi, skær og hrein eins og gimsteinn“ .. . Federico García Lorca varð skáld þessarar yngri æsku. í skáldskap hans er Spánn að vísu aldrei nefndur á nafn, og Lorca helgaði sig hvorki pólitískri né félagslegri baráttu, en svo næmur var hann á tilfinningar þjóðar sinnar og fullkominn túlkandi þeirra, að verk hans öðluðust sjálf- stætt líf, óháð vilja hans og ásetn- ingi, eftir að ónafngreindir fasistar myrtu hann í upphafi borgarastyrj- aldarinnar. Það verður aldrei vart ótvíræðra stjórnmálaviðhorfa í skáldskap Lorca. Hann lét þess oft getið, og ekki að tilefnislausu, að hann ætti enga pólitíska sannfæringu. Þá sjaldan verk hans flytja einhvern félagslegan boðskap virðist hann vera af íhalds- sömum toga, og langt frá því að geta talizt byltingarsinnaður, að minnsta kosti við lauslega athugun. Og þó lágu dýpri rök fyrir tengslum hans við lýðræðisöfl Spánar en þau, að hann hafði af tilviljun öðlazt frægð fyriratbeina umbótasinnaðra mennta- manna og í þeirra hópi. Endaþótt hann nyti forréttinda í háborg hins andlega aðals, endaþótt hann læsi Ijóð sín og leikrit fyrir æskufólk af hans eigin þjóðfélagsstétt og hefði áhrif á ungu kynslóðina fyrir til- verknað þess, og endaþótt hann léki sér að torræðustu listformum nútím- ans, varð hann ekki skáld „andlegra reglubræðra“, heldur skáld spænskr- ar alþýðu. Drjúgur hluti verka hans er sem sé alþýðlegur í þeim skilningi, að þau eru þrungin hálfmeðvituðum tilfinn- ingum þjóðar hans, efldum og aukn- um af list hans, og höfðuðu því til al- mennings. Sú tilfinningaorka, sem 266 \
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.