Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Qupperneq 79

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Qupperneq 79
LORCA, SKALDIÐ OG ÞJ OÐ HANS sem fram til þessa hafði verið leynt með öllum ráðum. Lýðræðissinnum og andróðursmönnum einveldisins óx fylgi dag frá degi. Ritskoðun og vald- beiting var stóraukin og leynilegar pyndingar viðhafðar í fangelsum og varðsveitabúðum. Alþýðan leitaði færis að tjá hug sinn, og einföld orð urðu tvíræð. Hinn frægi teiknari Bagaríá, sem ekki gat komið verkum sínum á framfæri vegna ritskoðunar- innar, tók það ráð að teikna margræð hannyrðamynztur, sem alþýðunni lærðist að ráða eins og krossgátur. Þ'annig var í pottinn búið þegar Mariana I'ineda var frumsýnd. Leik- ritið, sem Lorca nefndi alþýðlegan ljóðleik, varð tilefni pólitískra átaka. Og þó er boðskapur þessa Ijóðræna leiks, ef vel er að gáð, fremur íhalds- samur en róttækur. Hin sögulega fyrirmynd kvenhetju leikritsins var kona ein í Granada, er hafði skrautsaumað lýðræðissinnum fána, sem nota átti við uppreisnartil- raun gegn Ferdinand VII á fjórða tug nítjándu aldar. Lögreglan komst á snoðir um samsærið, uppreisnar- mennirnir lögðu á flótta, og ekkert sönnunargagn fannst nema fáninn, sem Mariana Pineda hafði saumað. Hún var tekin höndum og hengd, af því hún neitaði að Ijósta upp nöfnum þeirra, sem voru henni samsekir. í sögu Spánar er Maríönu getið sem ötuls lýðræðissinna. Hinir ka- þólsku stuðningsmenn konungdæmis- ins og arftakar þeirra, falangistarnir, álíta hana þjóðhættulegan byltingar- sinna. Lýðræðisfylgjendur telja hana pólitíska hetju. En að dómi Lorca er hún hvorugt. Hann lýsir henni þannig: Mariana er blinduð af ást á Don Pedro de Sotomayor, frjálslyndum undirróðursmanni, sem jafnan metur stjórnmálin meir en ást hennar. Endaþótt hún hafi engan áhuga á stjórnmálum saumar hún fána handa flokki hans — honum sjálfum — af því hún elskar hann og er sannur meistari í höndunum. Þegar upp kemst um samsærið og hún er hand- tekin saklaus, væntir hún þess að Don Pedro komi aftur, eins og hann hefur lofað henni, og frelsi hana, eða „deyi með henni“ ella, og þessvegna þverskallast hún fremur við þeirri kröfu Pedrosa dómara, að hún þíðist hann, en að hún tregðist við að ljósta upp nöfnum samsærismanna. Hún er lostin djúpum harmi vegna svika elsk- hugans þegar hún stígur upp á gálga- pallinn, en sigrast þó á vonbrigðun- um og gerir hinztu tilraun til að ná fundi hans: „Ég saumaði fánann handa hon- um. Ég tók þátt í samsærinu til að ég fengi einnig að elska og njóta hug- mynda hans. Ég unni honum meir en sjálfri mér og börnum mínum. Elsk- ar þú frelsið meir en hana Mariönu þína? Þá vil ég verða sjálft frelsið sem þú tilbiður.“ 269
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.