Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Síða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Síða 81
LORCA, SKALDIÐ OG ÞJ OÐ HANS dálítið einfalrlur. En ef hann kæmist á snoðir um að þeir ætluðu að hengja mig fyrir að hafa saumað handa sér fána. þá yrði hann ekki seinn á sér að slá tennurnar úr dómaranum.“ Og hún rís upp úr sætinu og hrópar: „Viva la Republica“. Slík viðbrögð voru daglegt brauð i Teatro Espaííol. Með leikriti, sem var efnislega ópólitískt og íhaldsamt að anda, hafði Lorca vakið upp við- kvæmar tilfinningar alþýðunnar og beint þeim í þveröfuga átt. Mörgum árum síðar, eða 1935, þegar kúgunarveldi íhaldsstjórnar- innar var að líða undir lok og óþol og óánægja fólksins varð æ magn- aðri, hafði annað ópólitískt leikrit eftir Lorca svipuð áhrif. Skáldið tók það nærri sér, segir R. Nadal í for- mála að ensku úrvali úr ljóðum Lorca, er Stephen Spender og J. L. Gili höfðu þýtt. (London 1939). „Frumsýningin í Barcelona í des- ember 1935 á Rosita la Soltera, gam- anleik uin miðstéttarfólk í Granada í lok 19. aldar, varð tilefni pólitískra átaka. Lorca þótti það miður farið og sagði við einn vina sinna: „Ég er ekki svo skyni skroppinn að mér sé ekki ljóst að þeir ætla að gera Rositu mína að pólitísku bitbeini, og það kæri ég mig ekki um.“ “ En hvort sem Lorca líkaði betur eða verr hlaut verk hans að hafa þessi áhrif, endaþótt það sé af hrein-róman- tískum toga bæði að efni og formi... Dotia Rosita la Soltera, gamaljóm- frúin Dona Rosita, er ímynd hinnar fölnuðu rósar. Ast hennar og bið og einmanaleiki ellinnar eru efni þrí- þáttungarins. Rosita, foreldralaus telpa, sein elzt upp hjá venzlafólki sínu, verður ást- fangin af einum frænda sinna, en faðir piltsins er búsettur í Ameríku. Ungi maðurinn verður að flytjast til föður síns, en heitir Rositu því, rétt áður en hann fer, að hann muni ganga að eiga hana. Mörgum árum síðar gerir hann henni þau boð, að nú ætli hann að kvænast henni með hjálp staðgengils. Þegar hún hefur beðið hans árum saman fréttir venzla- fólk hennar að hann sé þegar kvænt- ur. Þau leyna Rositu sannleikanum og hughreysta hana jafnan með því, að unnusti hennar muni koma heim fyrr eða síðar og kvænast henni. Hún er fórnardýr þeirrar grimmdar, sem vonsviknar piparmeyjar eru heittar í hennar stétt, og því heldur hún dauðahaldi í draum sinn, sem nú er hennar eini raunveruleiki. Þegar fóst- urfaðir hennar deyr verða þær frænk- urnar að hrekjast að heiman, allslaus- ar og hjálparvana. 011 sund eru lokuð fyrir Rositu. Leikrit Lorca birtir okkur í ljóð- rænu formi tómleikann og yfirdreps- skapinn í spænsku sveitalífi um alda- mótin síðustu. Þetta kæfandi and- rúmsloft fordóma, hræsni, kreddu- festu, ótta og mannvonzku, sem 271
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.