Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Qupperneq 81
LORCA, SKALDIÐ OG ÞJ OÐ HANS
dálítið einfalrlur. En ef hann kæmist
á snoðir um að þeir ætluðu að hengja
mig fyrir að hafa saumað handa sér
fána. þá yrði hann ekki seinn á sér að
slá tennurnar úr dómaranum.“ Og
hún rís upp úr sætinu og hrópar:
„Viva la Republica“.
Slík viðbrögð voru daglegt brauð
i Teatro Espaííol. Með leikriti, sem
var efnislega ópólitískt og íhaldsamt
að anda, hafði Lorca vakið upp við-
kvæmar tilfinningar alþýðunnar og
beint þeim í þveröfuga átt.
Mörgum árum síðar, eða 1935,
þegar kúgunarveldi íhaldsstjórnar-
innar var að líða undir lok og óþol
og óánægja fólksins varð æ magn-
aðri, hafði annað ópólitískt leikrit
eftir Lorca svipuð áhrif. Skáldið tók
það nærri sér, segir R. Nadal í for-
mála að ensku úrvali úr ljóðum
Lorca, er Stephen Spender og J. L.
Gili höfðu þýtt. (London 1939).
„Frumsýningin í Barcelona í des-
ember 1935 á Rosita la Soltera, gam-
anleik uin miðstéttarfólk í Granada í
lok 19. aldar, varð tilefni pólitískra
átaka. Lorca þótti það miður farið og
sagði við einn vina sinna: „Ég er
ekki svo skyni skroppinn að mér sé
ekki ljóst að þeir ætla að gera Rositu
mína að pólitísku bitbeini, og það
kæri ég mig ekki um.“ “
En hvort sem Lorca líkaði betur
eða verr hlaut verk hans að hafa þessi
áhrif, endaþótt það sé af hrein-róman-
tískum toga bæði að efni og formi...
Dotia Rosita la Soltera, gamaljóm-
frúin Dona Rosita, er ímynd hinnar
fölnuðu rósar. Ast hennar og bið og
einmanaleiki ellinnar eru efni þrí-
þáttungarins.
Rosita, foreldralaus telpa, sein elzt
upp hjá venzlafólki sínu, verður ást-
fangin af einum frænda sinna, en
faðir piltsins er búsettur í Ameríku.
Ungi maðurinn verður að flytjast til
föður síns, en heitir Rositu því, rétt
áður en hann fer, að hann muni
ganga að eiga hana. Mörgum árum
síðar gerir hann henni þau boð, að
nú ætli hann að kvænast henni með
hjálp staðgengils. Þegar hún hefur
beðið hans árum saman fréttir venzla-
fólk hennar að hann sé þegar kvænt-
ur. Þau leyna Rositu sannleikanum
og hughreysta hana jafnan með því,
að unnusti hennar muni koma heim
fyrr eða síðar og kvænast henni. Hún
er fórnardýr þeirrar grimmdar, sem
vonsviknar piparmeyjar eru heittar í
hennar stétt, og því heldur hún
dauðahaldi í draum sinn, sem nú er
hennar eini raunveruleiki. Þegar fóst-
urfaðir hennar deyr verða þær frænk-
urnar að hrekjast að heiman, allslaus-
ar og hjálparvana. 011 sund eru lokuð
fyrir Rositu.
Leikrit Lorca birtir okkur í ljóð-
rænu formi tómleikann og yfirdreps-
skapinn í spænsku sveitalífi um alda-
mótin síðustu. Þetta kæfandi and-
rúmsloft fordóma, hræsni, kreddu-
festu, ótta og mannvonzku, sem
271