Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Qupperneq 82

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Qupperneq 82
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR grúfði yfir lífi ungu stúlkunnar, var hverjum leikhúsgesti harla vel kunn- ugt. Lorca tókst að láta þetta fólk lifa sínu sjúklega og lífsfjandsamlega lífi á sviðinu. í hópi þess er gömul al- þýðukona, amma Rositu. Hún er óhefluð, alþýðleg og greind, og hinn frumstæði lífsþróttur hennar varpar skýru ljósi á tómleikann og skinhelg- ina í viðhorfum fólksins. Amman er hefðbundin og æruverðug persónu- gerð í rómantískri leikritun. Sagan af stúlkunni, sem visnar af því hún lifir í hrörnandi samfélagi, er einnig gam- alkunn. En Lorca var svo sannur í list sinni, að ljóðmál hans verður nöpur ádeila á úrkynjaðan sveitaaðal gegn vilja hans og vitund og herhvöt til hinna lífrænu afla meðal alþýðunn- ar. Hreinrómantísk list vakti þannig félagsleg viðbrögð, sem aftur fæddu af sér athafnir. Einmitt um þetta leyti, 1935, reyndi þessi feiga stétt að treysta völd sín að nýju og temja óstýrilátan frumkraft alþýðunnar, og því opnaði leikritið flóðgáttir póli- lískrar ástríðu er skelfdi skáldið, sem óviljandi hafði dregið lokur frá. I einn stað kom niður hvort Lorca kom fram á sjónarsviðið sem skáld, leikrilahöfundur eða leikstjóri. Við- brögð fólksins urðu ævinlega mjög ólík því, sem fyrir honum hafði vak- að. 1931, á fyrsta ári lýðveldisins, bar Lorca fram þá tilögu við kennslu- málaráðherrann Don Fernando de los Rios, sem var persónulegur vinur hans, að stofnað skyldi alþýðuleikhús er sýndi einkum sígild verk og kynnti verkalýð og bændum spænska harm- leiki. Hann hlaut ríkisstyrk til að skipuleggja umferðaleikflokk, sem nefndur var La Barraca og var skip- aður stúdentum. Honum tókst að móta hann eftir sínu höfði og inn- blása hann ákafa sínum og listfengi. La Barraca gerði víðreist um Spán, setti leiki sína á svið á þorpstorgum, í heyhlöðum og skúrum, og tókst að fá ringlaða landbúnaðarverkamenn til að ljá eyru ljóðum Calderóns og Lopes de Vega. En La Barraca varð pólitískt vopn. Leikhúsgestirnir, sem urðu nú í fyrsta sinn snortnir þeim ástríðum, er síazt höfðu gegnum sáld listarinn- ar, voru einmitt sú alþýða, sem bund- ið hafði vonir við lýðveldið nýja, sem hlustaði á nýfengið útvarpsvið- tækið sem glumdi í þorpskránni, sem dreymdi um að láta börn sín ganga í skóla og trúði því, að jörðin myndi framvegis gefa henni ríkulega fæðu i stað sultargróðurs. Orð hins klass- íska harmleiks fléttuðust þeim von- um, sem hún batt við samtíð sína. Ef fyrir kom í einhverju leikritinu að illa innrættum aðalsmanni væri refs- að fyrir að svívirða velsæmishug- myndir sextándu aldar, þóttust leik- hússgestir strax þekkja þar einn af sonum sveitaaðalsins, sem þeir höt- uðu. 272
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.