Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Qupperneq 84
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
engu síður en sem skáld, beinn þátt-
takandi í frelsishreyfingu þjóðar
sinnar.
Skáldið og ástin
Federico García Lorca var ekki
sýnt um að horfast í augu við pólitísk
vandamál, en hinsvegar gerði hann
sér fulla grein fyrir vandamálum
kynjanna. Með hverri þjóð lýtur sam-
band kynjanna hefðbundnum reglum
og ber sín sérstöku einkenni, enda-
þótt vandamálin séu alþjóðleg. Meðal
allra þjóða eru til minnihlutastéttir,
sem aðhyllast svipuð siðalögmál og
áþekkar stéttir í öðrum þjóðlöndum
innan sama menningarsviðs. Auk
þess fylgir svo allur almenningur sín.
um óskráðu en ginnhelgu lögmálum
um ástir karls og konu, sínum þjóð-
legu leikreglum. Lorca skynjaði og
túlkaði vandamál kynjanna, eins og
hinar flóknu siðvenjur þjóðar hans
höfðu mótað þau og skapað. Hann
var svo næmur á þær tilfinningar,
sem liggja að dýpstu rótum spænskr-
ar kynhefðar, að þær tvíefldust í list
hans, unz hin sígildu verðmæti öðl-
uðust líf og uggvænlega þýðingu.
„Bændaharmleikirnir“ tveir, Bodas
de Sangre og Yerma, afhjúpa á
áhrifaríkan hátt þessar venjur og
vandamálin sem þær skapa.
Bodas de Sangre, Blóðbrullaup, er
að efni einföld frásögn um ást, heið-
ur og hefnd. Móðirin í leiknum syrg-
ir eiginmann sinn og eldri son, sem
fallið hafa fyrir morðvopnum einnar
grannfjölskyldunnar. Yngri sonur
hennar er ástfanginn af dóttur ekkju-
manns, sem er fjáður bóndi eins og
hann sjálfur. Jarðgræðgi bóndans og
ósk móðurinnar um að gleyma for-
tíðinni og sjá nýtt líf kvikna ráða
jafn miklu og ást sonarins um það,
að efnt er til brúðkaups. Stúlkan hef-
ur lengi elskað einn af sonum ill-
ræðismannsins, er varð föður og
bróður unnusta hennar að bana.
Hvorugur ungu mannanna hirðir um
að halda áfram hefndarvígunum, sem
aldrei líða móðurinni úr huga. Stúlk-
an hefur árum saman reynt að bæla
niður tilfinningar sínar og er stað-
ráðin í að efna heit sitt við unnust-
ann, enda hefur ástvinur hennar þeg-
ar kvænzt annarri stúlku til að forða
sér undan seiðmagni hennar. En
hvorugt þeirra getur unað því, að
annar maður fái að njóta hennar.
Þau flýja saman á brúðkaupsdaginn.
Annarra kosta er ekki völ. „Enn er
stund blóðsúthellinganna runnin
upp.“ Móðurinni er ljóst að nú er
brostin von hennar um barnabörnin
og að hún muni einnig missa yngri
soninn, en hún hvetur hann samt til
að veita elskendunuin eftirför, því
morðingi vonanna verður að deyja
— það verður að úthella blóði af-
sprengis morðingjans, er myrti eigin.
mann hennar og son. Eljararnir berj-
ast og drepa hvor annan.
274