Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Page 88
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
óvinnandi vegur aff veita öðrum
þjóðum hlutdeild í mati Spánverja á
fólki og fyrirbærum, eins og það birt-
ist í hinum spænska ljóðbúningi
Lorca.“ ...
Skáldið og dauðinn
Þeir, sem áttu trúnað Lorca, kynnt-
ust því, hvernig hugsunin um dauð-
ann og dapurleik mannlegrar tilveru
gat gripið hann heljartökum, jafnvel
á þeim stundum þegar lífið virtist
brosa við honum.
Þetta var ekki aðeins sjúkleg árátta
ofurnæms skálds, sem alla tíð bar
þess menjar að hafa dvalið í návist
dauðans á bernskuárunum. Og hrif-
næm vitund hans um hina eilífu gátu:
líf einstaklingsins og dauðann, átti
ekki ein sök á þessu. Lorca skynjaði
og túlkaði af miskunnarlausri glögg-
skyggni ofurvald dauðans yfir hug-
um landa sinna .. .
Mér er ókunnugt um orsakir þess,
að Spánverjar líta dauðann öðrum
augum en flestar aðrar þjóðir, en ég
þykist vita að hið sérstæða viðhorf
þeirra hafi mótazt á „gullöld“ Spán-
ar, þegar spænska kirkjan var að
treysta völd sín og notaði dauðann
sem grýlu á þjóðina, jafnframt því
sem hún hét henni lausn frá dauða.
En bæði trúarleg og einstaklings-
bundin viðhorf Spánverja við dauð-
anum sem hugmynd og veruleika eru
mjög frábrugðin viðhorfum annarra
þjóða. Með evrópskum menningar-
þjóðum, öðrum en Spánverjum, er
vitundin um dauðann vandlega
geymd í læstum afkima heilans.
Henni er bægt úr huganum og úr
samtölum manna. Það er viðtekin
regla að minnast ekki á dauðann að
þarflausu. A Spáni eru börnin hins-
vegar alin upp við tilhugsunina um
dauðann .. .
En i skáldskap Federico García
Lorca, sem ólst upp í spænsk-
kaþólskri trú og bar þess greinileg
merki, gætir þess hvergi að hann hafi
trúað á upprisuna eftir dauðann.
Hann glímdi við dauðann án nokkurs
fyrirheits, einn og æðrulaus. Og
sannleikur dauðans vígði hann þjón-
ustunni við lífið.
Lorca hlýtur að hafa byrjað
snemma að brjóta heilann um vanda-
mál lífs og dauða, sennilega á barns-
aldri, en þá veiktist hann af alvarleg-
um sjúkdómi sem ekki sleppti af hon-
um tökum fyrr en hann var orðinn
frábrugðinn öðrum börnum. Dreng-
urinn horfðist í augu við dauðann —
hann sá örlög sín í líki teppisins á
gólfinu og olíulampans við fætur hins
látna. Hann brá þannig við óttanum,
sem greip hann andspænis þessari
sýn, að hann tók að umskapa lífið
og dauðann eftir sínu höfði — setti
þau á svið og magnaði áhrifamátt
þeirra. Drengurinn, sem ekki gat leik-
ið sér sem önnur börn, laðaði and-
stæðurnar til sín í krafti skáldskapar-
278