Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Page 92
SIGFUS DAÐASON
Pasternak og Sívagó
Sívagó læknir var í fyrra hið
stóra tromp gagnrýnenda og út-
gefenda um mörg lönd. Hér var þá
loksins komið framhald hinnar miklu
rússnesku bókmenntaerfðar, hér lifði
á ný hin margfræga rússneska sál, hér
var jafnoki Tolstojs og Dostojevskís,
hér var bókin sem var Rússlandi bylt-
ingartímanna það sem Stríð og jriður
var Rússlandi Napóleonsstyrjald-
anna. Hugsjónaríkir bókmenntamenn
gátu vart fundið nógu sterk orð til að
lýsa listrænu ágaéti, sögulegri yfirsýn
og heimspekilegri dýpt þessarar bók-
ar, og þær raddir voru hjáróma sem
drógu kosti hennar í efa. — En þær
raddir heyrðust þó. Einn þeirra sem
sýndi þá ósvífni að spilla hinu fagra
samræmi lofsyrðanna var brezki rit-
höfundurinn Philip Toynbee, sem lét
í liós það álit að „skáldsaga Paster-
naks væri mjög langt frá að geta tal-
izt snilldarverk“ (something very
much less than a masterpiece), og
hann rökstyður þá skoðun með eftir-
farandi orðum:
1 The Observer, 23. nóv. 1958.
... Persónurnar skortir greinilega „líf“.
Amerískur gagnrýnandi hefur komizt svo
að orði um aðalkvenpersónuna, að hún
stígi „beint út úr bókum Dostojevskís.
Nastasja Filipovna er fyrirmynd hennar, en
drættir hennar em mildaðir tolstojskum
blíðleik. Lara er sambland af Nastösju og
Natösju, algerlega bókmenntaleg og ótrú-
leg persóna." Ég er sammála þessum dómi,
og ég hygg að Sívagó sjálfur sé jafnvel enn
óraunverulegri en Lara. [...] Ég sé ekki
heldur að bókin streymi í raun og sannleika
áfram að settu marki, eins og svona bók
verður að gera. Okkur grunar að sagan sé
gerð úr brotum sem er raðað saman, í stað
þess að hún streymi áfram og vaxi eins og
hin miklu gömlu höfuðverk gera. Smábrota-
aðferðin ber ekki sök á þessu; heldur
skorturinn á allri sannfærandi þróun sem
tengi brotin saman.1
Eftir að hafa lesið Sívagó lœkni í
annað sinn fæ ég ekki betur séð en að
dómur Toynbees sé mjög sanngjarn,
og hitti beint í mark að því er varðar
tæknilega útgerð skáldsögunnar. Það
eru sem sé þessir tveir höfuðgallar
sem mestu valda um að Sívagó lœknir
er misheppnað verk frá listrænu
sjónarmiði: persónusköpunin og sú
282