Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Qupperneq 95
PASTERNAK OG SÍVAGÓ
í skáldsöguna með fáum breyting-
um.1
Pasternak segir frá því á einum
stað í skáldsögu sinni að
... alltaf síðan á menntaskólaárunum
liafði hann [: Júrí] dreymt um að skrifa
eins konar „bók lífsins", þar sem hann gæti
komið fyrir, eins og leynisprengju, öllu því
mikilvægasta, er hann hafði séð og íhugað.
En hanTi var of ungur ennþá til að skrifa
slíka hók. I stað þess orti hann ljóð, á sinn
hátt eins og málari, sem alla ævi er að gera
frumdrætti að hinu mikilvæga málverki,
sem hann hefur í huga. (Bls. 70 í íslenzku
þýðingunni).
Það er lítil þörf að draga í efa að
Pasternak er hér beinlínis að tala um
sjálfan sig. Sívagó lœknir er sú „bók
lífsins“ sem hann hefur alla tíð lang-
að til að semja. En því miður hefur
hann skort það þol, þá tengigáfu, sent
skapaði eðlilega heild úr „leyni-
sprengjunum“. En „leynisprengjurn-
ar“ eru ekki vandfundnar, dreifðar
hér og þar um bókina: náttúrulýsing-
ar, stemningar eða frásagnir af at-
burðum. Einstöku sinnum verða úr
þeim sjálfstæðar heildir, áhrifamikl-
ar og sæmilega unnar, svo sem frá-
sögnin af aftökunni í kaflanum um
skógarbræður. En langoftast eru þær
alveg ómótað riss, þjóna alls engu
hlutverki, hvíla í tómu rúmi. Tvö
dænti:
Júrí er að aka um götur Moskvu á
leið í jólaboð —
Allt í einu datt Júra niður á þá hug-
mynd, að í verkum Bloks endurspeglaðist
andi jólanna á öllum sviðum lífsins í Rúss-
landi — í þessari norðlægu borg og í nýj-
ustu bókmenntum Rússa, undir stirndum
himni þessa nýtízkulega strætis og kringum
uppljómað tré í dagstofu tuttugustu aldar.
(.Bls. 86.)
Þessar skringilegu línur hafa að
vísu sér til afsökunar að Júrí hefur
verið beðinn að skrifa ritgerð um
Blok. En þeirra er engin nauðsyn
(nema þá til sönnunar þeirri skoðun,
sent höfundur er nýbúinn að láta í
ljós, að Júrí sé „skarpur í hugsun“);
þær skipta engu máli fyrir Jjað sem á
eftir fer. Þær gætu verið teknar af
handahófi úr seðlasafni manns, sem
hefði ætlað sér að skrifa impressíón-
istiska ritgerð um Blok, en lengra ná
þær ekki. — Á bls. 104 segir frá skiln-
aðarveizlu sem Lara og maður henn-
ar halda áður en Jjau fara frá Moskvu.
Höfundur hefur verið að rekja hugs-
anir Löru. Síðan heldur hann áfrarn:
f þessu bili heyrði hún sérkennilegt
ldjóð, (í íslenzku þýðingunni stendur
reyndar: „annað sérkennilegt hljóð“, en
orðinu „annað“ er ofaukið)2 sem barst inn
nm opinn gluggann. Hún dró gluggatjaldið
frá og leit út. Hestur var að haltra í hafti
um húsagarðinn. Lara vissi hvorki hver átti
hann né hvernig hann hafði villzt þar inn.
1 Isaac Deutscher ræðir þetta efni frá svipuðu sjónarmiði í grein þeirri sem getið er hér
fyrir aftan, en raunar er ég honum ekki sammála um öll atriði, þó niðurstaða mín sé
svipuð og hans.
2 Hin mikla ást útgefenda á Pasternak hefur ekki orðið þe:m hvöt til að sýna honum í
285