Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Qupperneq 98
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
feilinni list og Kafka eða Breton
gerðu, og til þess er varla hægt að
nota hið klassíska skáldsöguform. En
Sívagó lœkni er œtlað að vera í klass-
ísku formi, eins og Philip Toynbee
hefur bent á. Hann verður því hvorki
fugl né fiskur heldur hálfvolg sam-
suða hálfrar hugsunar og dirfsku-
lauss forms.
*
Sumir aðdáendur Sívagós lœlcnis
hafa lýst þeirri skoðun, ýmist í þeim
tilgangi að lofa skáldsöguna ellegar
til að lasta þá andúð sem hún vakti í
Sovétríkjunum, að hún sé raunar
enganveginn pólitísk skáldsaga. Það
er furða hvað þeir gagnrýnendur,
sem einkum setja sér fyrir að færa
sönnur á að skáldin ætli sér svo sem
ekki að segja neitt þó þau tali, geta
verið stimamjúkir. Sérstaklega verð-
ur þessi afstaða hjákátleg varðandi
Sívagó lœkni, sem erfitt er að sjá að
hafi fengið slíkum gagnrýnendum
fögnuðs nema fyrir stjórnmálalega
afstöðu sína. Það þarf ekki annað en
lesa yfirlýsingu Pasternaks sem fyrr
er getið til að sjá að höfundinum
sjálfum hlýtur að vera litill greiði
ger með þvílíkri túlkun. Orð hans
sýna ljóslega að hann hefur ætlazt til
að Sívagó lœknir væri tekinn alvar-
lega, sem reikningsskil við þá „stór-
kostlegu, flóknu og nýstárlegu“ at-
hurði sem hann hefur lifað. Það er
enginn vafi að höfundur hefur fengið
skáldsögu sinni pólitískt og heim-
spekilegt hlutverk; hún verður því
enn síður en aðrar bækur dæmd út
frá listrænu sjónarmiði einu saman,
heldur verður að leggja á hann póli-
tískt og heimspekilegt mat.
Eftir allt hið loftkennda blaður fall-
ega hugsandi bókmenntamanna um
Sívagó lœkni var mikill léttir að lesa
grein sem birtist fyrir ári eftir mann
sem byggði undanlátslausa hugsun á
staðgóðri þekkingu. Ég á hér við
grein Isaacs Deutschers um Boris
Pasternak og dagatal byltingarinn-
ar.1 Þó ég sé ekki í öllum atriðum
sammála Deutscher þá varpar grein
hans slíku ljósi á bókina og höfund-
inn að ég ætla að þýða og endursegja
nokkuð af efni hennar.
Deutscher lætur fyrst í Ijós þá
skoðun sína að Sívagó lœknir túlki á
engan hátt þær breytingar sem orðið
hafi í Sovétríkjunum á síðustu árum.
Pasternak [.. .1 hefði getað samið þessa
bók árið 1921 eða 1922. Það lítur helzt út
fyrir að andi hans liafi staðnað á þessu
tímabili, að hann hafi hlotið sálræna lömun
í byltingunni og að allar þær þrautir sem
land hans hefur þolað síðan hafi ekki haft
nein áhrif á hánn. Tilfihningalíf Kans hefur
varla hrifizt af hinum mikla harmleik síð-
ustu þrjátíu ára í sögu Rússlands, harmleik
sem var dimmur en ekki vonlaus. I raun og
veru endar saga Sívagós árið 1922. Paster-
nak tengir hana á yfirborðinu okkar tíma
með tveim stuttum og stuttaralegum við-
bótum.
1 Les Temps modernes, janúar 1959, Partisan Review, 2. hefti 1959.
288