Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Page 107

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Page 107
PASTERNAK OG SÍVAGÓ ir reyndar fyrirfram slíka túlkun mjög ólíklega. Nei, það er vísl erfitt að greina að blindu Sívagós og höfundar hans, og það því síður sem heimspekin í hók- inni, sem þó verður að skrifa á reikn- ing höfundarins, er einnig mjög í samræmi við heimspeki hins sígilda afturkippsmanns. Athyglisverðast við söguna að þessu leyti er ef til vill það sambland náttúrudulrænu og sögu- háspeki annarsvegar, sem mjög minn- ir á rómantíska heimspeki -— og hug- myndirnar reyndar oft ættaðar beint frá rómantískunni — og hinsvegar þeirrar hálffagurfræðilegu andskyn- semisstefnu sem helzt verður kennd við aldamótin síðustu. Eg býst við að hreinrómantískar hugmyndir séu ekki víða teknar jafnhátíðlega nú á dögum og í þessari skáldsögu. Hinsvegar má segja að það sé eðlilegt að aldamóta- andinn hafi markað Pasternak. Past- ernak virðist í rauninni vera maður sem ekki hefur komizt yfir styrjöld- ina 1914—1918, heldur orðið eftir á þröskuldi hennar, maður sem virðist vera dæmdur til að horfa sífellt aftur, og sú viðleitni sem hann kann að hafa til að lifa með samtíð sinni verður honurn að litlu gagni. Pasternak er að þessu leyti ekki ólíkur Stefan Zweig. Hann hefur annað sameiginlegt með Zweig og fleirum aldamótaaðdáend- um: blekkinguna að friður og öryggi og viðunanlegt réttlæti hafi ríkt frarn til 1914: þá fyrst hafi ormurinn kom- izt í aldingarðinn. Þeirsem hafa hald- ið slíku fram hafa aðeins vottað að þeir hafa ekki haft vilja, getu eða þor til að horfast í augu við hina raun- verulegu þróun. Þeir hafa sökkt sér niður í sinn innri heim, og þangað bar hernaðarstefna, öreigahatur, fjár- glæfrar og imperíalismi þeim aðeins boð um örugga þróun friðar og rétt- lætis. — Mig langar til að birta hér nokkrar setningar eftir Maxím Gorki, teknar úr ritgerð sem hann skrifaði einu sinni um Leoníd Andrejev, og varpa Ijósi á þetta atriði: Síðan um 1911 álitu kunningjar mínir að Evrópustyrjöld væri óhjákvæmileg, og að hún yrði örlagarík fyrir Rússland. Kvíði minn jókst að mun vegna staðreynda sem opinberuðu einhverskonar sjúklegt skugga- ástand í siðferði liinnar miklu rússnesku þjóðar. Þegar ég las um óeirðirnar út um landið tók ég eftir að þær einkenndust af sérstakri grimmd og heimsku. Þegar ég at- Iiugaði í réttarskýrslum hvers konar glæpir voru framdir í Moskvu og nágrenni hafði ég veitt því athygli að glæpahneigðin virtist koma fram í aukningu líkamsárása, nauðg- ana og rána ófullveðja stúlkna. Og áður liafði það komið illa við mig að stór presta- liópur sat á þingi. Þeir voru hreinræktaðir Rússar að vísu, en enginn þeirra hafði neina haifileika eða neitt pólitískt gildi. Og margt fleira jók áhyggjur mínar og kvíða vegna örlaga hinnar stór-rússnesku þjóðar. Þannig var álit manns sem hafði augun opin, og beitti þeim ekki að- eins til að horfa í barm sér, á þeim tíma sem er gullöld Pasternaks. En hinn innri heimur, hið innra líf er einn af hornsteinunum í lífs- 297
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.