Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Side 108

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Side 108
TIMARIT MALS OG MENNINGAR speki Sívagós lœknis: réttlæting og skjól fyrir áhugaleysi, afskiptaleysi og eigingirni hugsæismannsins — nákvæmlega eins og í rómantískunni. Nú ætla ég ekki að halda því for- málalaust fram að rómantíska og aldamótaspeki séu tvímælalaust einskisnýt speki, enda þótt lífslýginni hafi sjaldan annars verið skipaður veglegri sess. En það er fáránlegt að vilja skrifa bók sem taki á fullnægj- andi hátt til meðferðar stórkostleg- ustu atburði aldarinnar frá sjónar- miði einhverrar dulrænnar þekking- artortryggni, aldamóta„intimisma“, smáborgaralegs haturs á almennum málum, á „heiminum“, og samsvar- andi smáskítlegrar síngirni. Hvað sem um Pasternak verður sagt skortir hann greinilega þá mikilvægu gáfu snillingsins að þekkja takmarkanir sínar. Sívagó lœknir hefði getað orðið merkilegt verk ef hann hefði á full- gildan hátt sagt harmsögu uppflosn- andi stéttar, dauðadæmdrar stéttar; efni sem auðvitað er verðugt góðra bókmennta (raunar hafa sovéthöf- undar ekki látið þetta efni liggja al- veg í láginni); og skiptir þar ekki máli að borgarastéttin rússneska í heild flýtti fyrir endalokum sínum sjálf með pólitískri skammsýni og ofstæki. Og þó Pasternak hafi tekizt óhönduglega er ekki fyrir það að synja að eina gildi Sívagós lœknis felst í því að hann segir dálítið brot af þessum harmleik. En ekki nema dálítið brot. Ég held að Pasternak hafi ekki tekizt betur vegna þess að hann er algerlega bundinn lífsblekk- ingu borgarastéttarinnar. Það má segja, með því að taka ofurlítið djúpt í árinni, að allir hinir róttæku (orðið notað í bókstaflegri merkingu) straumar sem lífgað hafa upp borg- aralega hugsun hafi farið framhjá Pasternak, en hann hafi tekið ógagn- rýnum og saklausum huga flestu því sem rennir stoðum undir hina borg- aralegu blekkingu. Ég gat þess að frarnan að listræn mistök Pasternaks væru nátengd heimspekilegri ringulreið verksins. Eg bar fram spurninguna hvort Past- ernak liafi séð rétt þegar hann kvað sig byrja endurnýjun listar sinnar og hugsunar með Sívagó lœkni, og ég hef svarað þeirri spurningu neitandi. Ég hef hinsvegar ekki svarað þeirri spurningu hvort Pasternak liafi haft rétt fyrir sér í fordæmingu sinni á ljóðum sínum. Díalektík formsins verður ekki rædd hér að gagni. En þessi síðasta spurning er að vísu þannig gerð að hún snertir mikinn part af ljóðlist nútímans. Það er t. d. spurningin um hvort Sartre hafi rétt fyrir sér, eða að hve miklu leyti hann hafi rétt fyrir sér, þegar hann segir að „ljóðskáldin séu þeir menn sem neita að nota tungumálið".1 ' Qu’est-ce i/ue la littcrature? 298
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.