Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Page 108
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
speki Sívagós lœknis: réttlæting og
skjól fyrir áhugaleysi, afskiptaleysi
og eigingirni hugsæismannsins —
nákvæmlega eins og í rómantískunni.
Nú ætla ég ekki að halda því for-
málalaust fram að rómantíska og
aldamótaspeki séu tvímælalaust
einskisnýt speki, enda þótt lífslýginni
hafi sjaldan annars verið skipaður
veglegri sess. En það er fáránlegt að
vilja skrifa bók sem taki á fullnægj-
andi hátt til meðferðar stórkostleg-
ustu atburði aldarinnar frá sjónar-
miði einhverrar dulrænnar þekking-
artortryggni, aldamóta„intimisma“,
smáborgaralegs haturs á almennum
málum, á „heiminum“, og samsvar-
andi smáskítlegrar síngirni. Hvað
sem um Pasternak verður sagt skortir
hann greinilega þá mikilvægu gáfu
snillingsins að þekkja takmarkanir
sínar.
Sívagó lœknir hefði getað orðið
merkilegt verk ef hann hefði á full-
gildan hátt sagt harmsögu uppflosn-
andi stéttar, dauðadæmdrar stéttar;
efni sem auðvitað er verðugt góðra
bókmennta (raunar hafa sovéthöf-
undar ekki látið þetta efni liggja al-
veg í láginni); og skiptir þar ekki
máli að borgarastéttin rússneska í
heild flýtti fyrir endalokum sínum
sjálf með pólitískri skammsýni og
ofstæki. Og þó Pasternak hafi tekizt
óhönduglega er ekki fyrir það að
synja að eina gildi Sívagós lœknis
felst í því að hann segir dálítið brot
af þessum harmleik. En ekki nema
dálítið brot. Ég held að Pasternak
hafi ekki tekizt betur vegna þess að
hann er algerlega bundinn lífsblekk-
ingu borgarastéttarinnar. Það má
segja, með því að taka ofurlítið djúpt
í árinni, að allir hinir róttæku (orðið
notað í bókstaflegri merkingu)
straumar sem lífgað hafa upp borg-
aralega hugsun hafi farið framhjá
Pasternak, en hann hafi tekið ógagn-
rýnum og saklausum huga flestu því
sem rennir stoðum undir hina borg-
aralegu blekkingu.
Ég gat þess að frarnan að listræn
mistök Pasternaks væru nátengd
heimspekilegri ringulreið verksins.
Eg bar fram spurninguna hvort Past-
ernak liafi séð rétt þegar hann kvað
sig byrja endurnýjun listar sinnar og
hugsunar með Sívagó lœkni, og ég
hef svarað þeirri spurningu neitandi.
Ég hef hinsvegar ekki svarað þeirri
spurningu hvort Pasternak liafi haft
rétt fyrir sér í fordæmingu sinni á
ljóðum sínum. Díalektík formsins
verður ekki rædd hér að gagni. En
þessi síðasta spurning er að vísu
þannig gerð að hún snertir mikinn
part af ljóðlist nútímans. Það er t. d.
spurningin um hvort Sartre hafi rétt
fyrir sér, eða að hve miklu leyti hann
hafi rétt fyrir sér, þegar hann segir
að „ljóðskáldin séu þeir menn sem
neita að nota tungumálið".1
' Qu’est-ce i/ue la littcrature?
298