Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Page 115
UMSAGNIR UM BÆKUR
hugsanaferill Hrafnhettu er rakinn, og
verður varla óbjörgulegar að orði komizt í
skáldsögu af þessari gerð. Talað er um
„ljúft eitur hinna fyrstu atlota“, og verður
ekki séð að það öfuginæli hafi annað inni-
hald en hótfyndnina. Vart mun nokkur sem
kynnzt hefur álku, langvíu, hringvíu og
háttum þessara hispurslausu bjargfugla
telja að höfundi takist vel að vera háfleyg-
ur, þegar liann lýsir ástarsælu sögupersóna
sinna með þessum orðum: „Svartfugl næt-
urinnar har þau í hreiður sitt.“ Þá er sam-
líking eins og þessi lítil prýði á harmrænni
ástarsögu: „Konan og nóttin var (svo G. D.)
hvötum hans það sama og maturinn er mag-
anum.“
Hroðvirkni gætir í ýmsum smærri atrið-
um. Talað er um „þetta hálfgerða hús, sem
enn var ekki nema hálfgert." Oftar en einu
sinni er minnzt á umslög, enda þótt þau
væru óþekkt á þessum tímum, og ekki get-
ur að „kveinka sín“ talizt vandað mál.
Prentvillur eru margar og sumar slæmar.
Magnús T. Ólajsson.
íslenzk ljóð 1944—1953
Ejtir 43 höjunda.
Gils Guðmundsson, Guðmundur
Gíslason Hagalín og Þórarinn
Guðnason völdu.
Menningarsjóður.
Bókai'tgáfa Menningarsjóðs á lof skil-
ið fyrir að dreifa um landið í stóru
upplagi úrvali íslenzkra ljóða síðustu ára.
Margir halda því fram að ljóðalestur hafi
þverrað hérlendis síðustu áratugi. Hvað
sem því líður er víst, að mörg ljóðskáldin,
einkum hin yngri, eiga erfitt með að koma
verkum sínum á framfæri. Ekki er fátítt að
þau verði að gefa út bækur sínar á eigin
kostnað, með öllum þeirn tormerkjum á
kynningu og dreifingu sem slíkri útgáfutil-
högun fylgja.
Með útgáfu þessa safns er gerð gangskör
að því að nokkur ljóð margra skálda, sem
gefið liafa út eða fengið gefnar út bækur
sínar í nokkrum hundruðum eintaka, komi
fyrir augu tugþúsunda lesenda. Þegar í
slíkt þjóðþrifafyrirtæki er ráðizt veltur á
miklu að framkvæmdin takist vel, en á það
þykir mér nokkuð skorta. í sjálfu sér getur
verið fróðlegt að fá í hendur úrval sniekk-
vísra manna úr ljóðagerð eins áratugs, en
þegar um það er að ræða að kynna stórum
lesendahóp í fyrsta skipti ljóðlist samtím-
ans, er sá rammi alltof þröngur. Það er til-
viljun háð hver hluti af ævistarfi góðskálds
kemur út í bókarformi á einum áratug. Iljá
einum getur þetta tímabil verið hnignunar-
skeið, öðrum blómatími, þriðja hlé milli
stórra átaka.
Fjölmennasta bókmenntafélag landsins
má ekki láta kylfu ráða kasti, þegar það
tekur sér fyrir hendur að kynna samtíma
ljóðagerð, þar á hvert skáld heimtingu á að
verk þess komi öll til álita. Eitt dæmi úr
bókinni nægir til að sýna hvílík spenni-
treyja hinn þröngi rammi getur verið. Það
eina sem þar er birt eftir Stein Steinar er
Tíminn og vatnið. Hvaða hugmynd gefnr
það verk lesanda, sem áður hefur lítil eða
engin kynni af ljóðum Steins, um spenni-
víddina í list hans?
Um val einstakra ljóða má deila enda-
laust. Yfirleitt má segja að þeim þremenn-
ingum liafi tekizt vel valið úr þeim bókum
þjóðskáldanna sem til greina komu. Vafa-
samara er hvort sauðir liafa verið réttilega
skildir frá höfrum meðal stærri spámanna
gamla skólans. Mér þykja líflitlar, síðróm-
antískar eftirhreytur skipa alltof mikið
rúm. Smn Ijóðin um breytileik árstíðanna,
aldurinn sem færist yfir og aðrar saknaðar-
stemningar eru ósköp lík hvert öðru. Mál-
skrúðið ber ljóðlistina ofurliði:
tímarit máls oc mennincar
305
20