Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Síða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Síða 96
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR vænlegast að rannsaka menninguna eins og hún er í dag eða það, sem Kaj Birket-Smith kallar „grip tannhjólanna hvert í annað og úrverksins gang“. Söguleg þróun skiptir þá minna máli og hefur Radcliffe-Brown lagt á það mikla áherzlu, hve heimildir allar séu hér ótraustar. Þessa stefnu ber að nokkru leyti að skoða sem eðlilega andúð á því takmarkalausa hugarflugi, sem suma mannfræðinga hefur gripið, og Elliot Smith í Englandi er hvað dapurlegast dæmi um. Félagsfræðiskólinn hefur þó naumast haft erindi sem erfiði. Það er góðra gjalda vert að rannsaka sam- tímaþjóðfélag og reyna að skilgreina þess lögmál. En framhjá þeirri staðreynd verður ekki komizt, að þróun hefur átt sér stað. Það er meðal annars hlutverk mannfræð- ingsins að skilgreina þá þróun nánar. Ólafur Hansson er fremur öðru sagn- fræðingur og getur vafalaust tekið undir það með Kaj Birket-Smith, að „sjálf þró- unin sé meginvandamál menningarrann- sóknanna". Ég hefði kosið, að Ólafur tæki með kafla um sögu fræðigreinarinnar og lýsti nokkuð helztu stefnum. Jafnframt hefði verið gott að fá yfirlit yfir helztu hug- tök mannfræðinnar, en auðvitað verður allt- af nokkuð vandamál, hvað taka skuli og hverju sleppa í alþýðlegu fræðsluriti sem þessu. Síðasti kaflinn í bók Ólafs fjallar um frumstæðar þjóðir og Evrópumenningu og er það dapurleg lesning. Þær þjóðir eru nú örfáar, sem ósnortnar eru menningu hvíta mannsins, og víðast hvar er frumstætt þjóð- félag í upplausn. Þó ekki komi til beinar ofsóknir knýr Evrópumenningin dyra, brýt- ur niður erfðavenjur og þjóðfélagsform og lætur oft og tíðum lítið í staðinn nema sjúk- dóma. Kristin kirkja hefur nauðug eða vilj- ug verið eitt tækið, sem Evrópumenn hafa beitt til þess að festa tök sfn á frumstæð- um þjóðum. Oft andar köldu frá mannfræð- ingi til trúboða enda sízt að ósekju. Mann- fræðingurinn leitast við að skilja frumstæð- ar þjóðir — trúboðinn þykist í evrópskum hroka hafa á valdi sínu sannleikann allan og ekkert nema sannleikann. I einu bezta mannfræðiriti síðustu áratuga lýsir Ray- mond Firth því m. a. er lítið þjóðfélag stendur hikandi og hrætt gagnvart fram- andi áhrifum. Hann segir: „Það er raunalegt fyrir útlending að sjá þessa hógværu viðurkenningu á eigin fá- fræði, jafnframt því sem þeir reyna að varð- veita forna siði. Hinir greindari af heiðnum eyjarskeggjum gera sér vandamálið ljóst: Þeir sjá framsókn trúboðsins, rísandi kirkj- ur, kennara og trúskiptinga, árangurinn, sem næst í því að fá bömin til að sækja guðsþjónustu. Þeir finna þungann af auð- valdi trúboðsins og beygja sig fyrir þeirri kröfu þess, að tala í nafni hinnar víðáttu- miklu hvítu menningar, sem þeir bera svo mikla virðingu fyrir. Eigi að síður em þeir sannfærðir um það, að þeirra eigin sið- venjur séu góðar. Þeir eru bundnir sterk- um tryggðaböndum guðatrú sinni og anda forfeðranna og þeim gremst það, að vera nefndir „Myrkrahéraðið“ eða „Satan“ eða sagt það, að þeir lendi í eldi þegar þeir deyja. Það vakti mér áhyggjur að sjá þetta fólk halda fast við forna trú þrátt fyrir ásókn, sem nú er greinilega fundið fyrir. Það var átakanlegt að sjá áhuga þeirra og ánægju yfir því, að hvítur maður, sem ver- ið hafði við helgisiði þeirra, gat lýst því yfir, að þeir væru á engan liátt illir. „Vin- ur, þegar þú varst viðstaddur athafnir okk- ar og sagðir, að þær væm góðar, þá hmkk- um við við af undrun,“ sagði einn þeirra við mig. Og ég get ekki annað en harmað það, að hvötin til þess að snúa öðmm til eigin trúar skuli telja það nauðsynlegt að ónáða þjóð, sem þegar á allt er litið hefur á fullnægjandi hátt lagað líf sitt að kring- umstæðunum samkvæmt eigin siðvenjum. 86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.