Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 80
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR förum ekki dult með það, að við berjumst firir betri siðum í mannlegum samskipt- um. Við erum sakaðir um að list okkar lúti hagsmunum ríkisins — en það er first og fremst og einfaldlega vegna þess, að við er- um einlæglega sammála háleitum hugsjón- um þjóðfélags okkar. En það táknar hreint ekki, að við sjáum ekki erfiðleika og ágalla — að við gagnrínum ekki sjálfa okkur. Við berjumst við allt, sem truflar okkur og tef- ur. Markmið okkar hefur ævinlega verið bjart og fagurt. Þess vegna erum við ekki hræddir við að sína skuggahliðar. Þetta segja sovétskir kvikmindarar um hlutverk sitt. Þær kröfur, sem hið opinbera gerir til lista eru, að þær skuli vera sósíal- realistiskar. Og þá skulum við athuga hvað sósíal-realismi er. Sósíal-reaiismi er ekki einn einstakur stfll —- tjáningarmáti — segja þeir — held- ur skilningur okkar og skinjun á heimin- um. Hann veitir listamanninum frjálsar hendur í sköpun sinni með því einu skilirði, að hann síni sanna mind af lífinu, ekki í kirrstöðu heldur á hreifingu, — í fram- vindu og í díalektískri þróun þess. Þessi skilgreining nær skammt til út- skíringa á listum í Sovétríkjunum. Merg- urinn málsins er sá — að misvitrir mjög svo misvitrir menn túlka sósíalrealisma á mismunandi hátt. Sumir líta svo á að sósí- al-realismi verði að sína í hverju verki hetju, sem sé afbragð annarra manna og skúrkurinn fái ævinlega makleg málagjöld firir fólsku sína. Aðrir segja, að þetta sé ekki svona einfalt — sína verði lífið í fram- vindu, en það tákni ekki endilega, að ævin- lega hljóti öll vandamál að verða leist í hverju verki, en það verði að sína framá að þau munu leisast, því framvinda sósíalism- ans tákni endalok vandkvæða allra. Svo eru þeir sem segja að sósíal-realism- inn sé einfaldlega öll sú list, sem sínir sanna mind af lífinu og hefur mannbætandi áhrif í víðustu merkingu. Og það eru mikil umbrot í þjóðfélaginu — ekki sfst á listasviðinu. Kreddukarlar frá Stalíntímunum sitja enn alltof víða og hamla framþróun — og segja má að deilt sé og það all fast um hverja mind, sem gerð er og eitthvað gildi hefur. Og þá skulum við snúa okkur að mind- unum sjálfum. Ég er ekkert að segja ikkur frá lélegum mindum. Það er nóg að taka það fram, að í Sovétríkjunum einsog reind- ar alls staðar annars staðar eru lélegar mindir alltaf miklu fleiri en góðar. Helsta mein lélegra minda firir austan er þetta gamla kredduviðhorf, að sannleiks og lista- gildi hljóti að vera í lagi, ef boðskapurinn er réttur. Mig langar til að segja ikkur frá nokkrum mindum, sem gerðar hafa verið nílega og drepa þá um leið á deilur þær, sem sprottið hafa upp í kringum þær. Kvik- mind, sem einn af eldri leikstjórunum, Ræs- man, gerði í firra og heitir: „Ef þetta er ást?“ varð mjög umdeild. Mindin fjallar um unglinga svona 18—19 ára í síðasta bekk í skólanum. Þau eru skotin í hvort öðru, skiptast á eldheitum ástarbréfum og allt er þetta ósköp saklaust. Gömul kennslukona finnur af tilviljun eitt af þess- um bréfum og siðprútt hjarta hennar verð- ur skelfingu lostið. Hún sér þama niður í hildípi siðspillingar. Við svo búið má ekki standa, hún tekur til sinna ráða. Næsta dag skrópa elskendumir ungu í skólanum og fara í þess stað útí skóg. Þegar þau koma heim eru margir nábúar samankomnir í húsgarðinum, og hafa haft spurnir af þessu tiltæki, og finnst nú óskammfeilnin vera makalaus — skrópa og stökkva útí skóg. Og hvað vom þau að gera útí skógi? Móð- ir stúlkunnar rekur henni löðrung, þegar þær hittast þarna mæðgumar. Það eru haldnir fundir í skólanum með kennurum 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.