Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 88

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 88
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ur þeirra ber einatt hin sömu einkenni, í norðri sem suðri, og er harla frábrugðinn heimi vesturlenzkra borgarbúa, þar skýtur upp kollinum ýmislegt, sem við eigum lítt við að venjast í hversdagslífi okkar, tröll, álfar, huldufólk og þaðan af fleira. Enda hefur vestræn borgarmenning á síðari ár- um þrengt mjög að eða bægt brott kynja- verum þessa heims, vísinda- og skynsemis- hyggja markað hugsuninni bás við almenn- ustu, objektívustu reynslu, tækniþróun og vélmenning stefna að því að lama alla skapandi hugsun og frjótt ímyndunarafl hjá almúganum, en ala hann í staðinn á al- þjóðlegu fjöldafóðri, hasarritum, dægur- músík og bíó. Eiga þá þjóðsögur og þjóð- trú erfitt uppdráttar, og er illt til þess að vita, því slík fræði eru reyndar fjöregg þjóðanna, og glati þær þessum arfi sínum, er hætt við, að þær glati um leið sál sinni og persónuleika og verði ófrjór, vélrænn múgur. Engum skyldi koma það á óvart, livorki þeim, sem þekkir til hinna forngrísku goð- sagna, né þeim, sem þekkir til grísks þjóð- lífs nú á dögum, að Grikkir séu þjóða bezt birgir að slíkum sögum og hafi varðveitt þær og lagt trúnað á þær allt fram á vora öld. Hefði það og verið með ólíkindum, ef hin mikla og ótrúlega sköpunargáfa og hugmyndaauðgi, sem einkenndi Grikki í fomöld, hefði kulnað út, þótt ytri aðstæð- ur gengju þjóðinni í óhag. Miklagarðsríkið hefur að vísu ekki látið neinar þær bókmenntir eftir, sem standast samanburð við gríska klassík, en það á sín- ar orsakir ekki í andlegri deyfð, heldur frekar í hinu, hve kristin trú gagntók hugi manna og þungamiðja hennar, krossfest- ingin og upprisan skyggðu á alla aðra at- burði, listirnar þjónuðu kirkjunni, messan tók að vissu leyti við af hinum fomu leik- sýningum. Merkustu rit þessa tímabils eru um guðfræði, en lygisögur og fjölleikahús svöluðu hins vegar skemmtanafíkn fjöld- ans. Mikligarður féll í þann mund, er renaissance fer af stað í vestri, Grikkir búa við tyrkneska áþján og em einangraðir á þeim tíma, er vesturevrópsk borgarmenning stendur í blóma, því hefur grísk menning fallið í nokkuð annan farveg en menning Vestur-Evrópu. Hún var ekki borin uppi af borgaralegri menntastétt, en lifði þeim mun betra lífi meðal alþýðu og kemur fram f frjóu þjóðlífi, og ávextir hennar em sögur eins og þær sem hér em birtar. Það er meira en öld frá því að menn tóku að safna hinum mikla auði grískra þjóð- sagna og gefa út á prenti, má þar einkum nefna Austurríkismanninn von Hahn, sem gaf út safn grískra þjóðsagna snemma á síðustu öld, en síður hafa margir fleiri lagt sinn skerf til, og er nú til allauðugt safn. Kverinu „Grískar þjóðsögur og æfintýri" mun ekki ætlað að vera neitt ítarlegt safn- rit, heldur aðeins sýnishom grískrar sagna- listar. Það má vitaskuld um það deila, hve vel valið hefur tekizt, sögurnar em allmis- jafnar að gæðum, og vel hefði sjálfsagt mátt finna snjallari sögur en sumar þeirra. En þó held ég flestir þættir grískrar þjóð- sagnalistar fái að njóta sín, lýrisk fegurð einkum þar, sem greinir frá kóngssonum og kóngsdætrum, speki í sögunni Karos, en þó er kímnin sterkasti þáttur þeirra, þann- ig að þeim svipar til aristofanískrar kóme- díu á köflum. Þar koma og fram helztu fulltrúar hins gríska þjóðsagnaheims, vúr- vulakí, neræðes, kalikantzarí og fleiri. Það má hæglega gera samanburð á sögum þess- um og „viðlíka fræðum annars staðar“, allt frá Þúsund og einni nótt til Gráskinnu, og finna hliðstæður, hér em karl og kerling í koti sínu, kóngur og drottning í ríki sínu, álfur í hól sínum. Margt má líka rekja aft- ur í fom-gríska mýtólogiu, en þó er hætt við, að það komi nokkuð flatt upp á hrekk- lausa húmanista að lesa, að neræður hafist 78
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.