Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Page 90
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
raddir úr gröfunum fléttast hver inn í aðra
og gefa samfellda mynd af mannlífi bygg'ð-
arlagsins. Magnús Asgeirsson þýddi ljóð
úr flokki Masters. Ósagt, skal látið hvort
þær þýðingar hafa átt þátt í að til varð bók
sú eftir annað borgfirzkt skáld sem hér er
til umræðu, en sé samband á milli radd-
anna úr gröfunum vestur undir Klettaf jöll-
um og lýsinga Guðmundar Böðvarssonar á
þeim sem byggja nokkur leiði í íslenzkum
kirkjugarði, er það af því tagi sem ekki
verður þverfótað fyrir í skáldskap fyrr og
síðar og á ekkert skylt við stælingu, aug-
ljós tengsl milli rammanna um verkin en
innihaldið ólíkt.
Guðmundur hefur ort flokk 22 ljóða, og
í hverju um sig eru rakin fáein atvik úr lífi
einstaklings eða fjölskyldu frá liðinni öld.
Um þetta myndasafn lykja svo tvö ljóð,
inngangur um mannlegan breyskleika og
eftirmáli þar sem skáldið þakkar frásagnir
langminnugs föður af fyrri mönnum.
Eru sögurnar af garðbúum skáldskapur
eða sannfræði? Eg hef það fyrir satt að
þær séu sóttar í veruleikann, og byggi það
ekki aðeins á lokakvæði bókarinnar, heldur
á því að svipað safn mætti draga saman úr
sérhverju íslenzku byggðarlagi þar sem ég
þekki til. Ef við skyggnumst hvert um sína
sveit, kemur þá ekki í ljós að margt það
atvikið og tilsvarið sem skýrast sýna fjöl-
breytileika mannlegs hátternis og við-
bragða fá sjaldnast varaulegri búning en
þann sem felst í munnlegri frásögn? Tepru-
skapur af ýmsu tagi kemur allajafna í veg
fyrir að nærmynd af manninum á þeim
stundum þegar hann varpar rækilegast af
sér grímu hversdagsleikans fái að festast
á pappír, hvað þá að komast á prent. Svo
gleymist sagan, þegar næsta kynslóð fylgir
á eftir undir græ.na torfu.
Glansmyndagerð sýndarmennskunnar
fær ekkert rúm í kvæðum Guðmundar.
Hann þorir að sjá það sem er. Það eru ekki
margir drættir í mynd Gróu frá Norðurá,
en hún er þó eins skýr og á verður kosið.
Atvikin sem einkenna hana eru þegar hún
skýlir nekt sinni með taðflögu þar sem
gestir koma að henni óvörum meðan hún
er að reka úr túni á næturþeli, og dauði
liennar fram á skammorfið við að rista torf
í brunninn bæ sonar síns. Þetta nægir, per-
sónan verður ljóslifandi, íslenzk sveitakona
af gerð sem nú er víst útdauð.
Eða þá drottinvaldi ágimdarinnar yfir
hinum vígða manni, sem notar líkræðuna til
að úthúða Sæmundi í Seli fyrir greiðasem-
ina við fátæka, af því að hann hafði látið
greiðslu leigunnar af kirkjujörðinni sitja á
hakanum fyrir því að metta svanga munna.
Þá er það hann Vigfús í Víðikeri, sem
reyndi að hengja sig í fjósinu af harmi eft-
ir hross, en horfði aðgerðalaus á Soffíu
konu sína aðframkomna í vök. Og ekki má
gleyma Oddi í Garði, sem ellihrumur afl-
aði sér fóðurs fyrir skepnurnar og matfanga
til búsins með því að gangast við bömum
fyrir menn í mörgum sveitum gegn hæfi-
legri þóknun.
Þetta er ramíslenzkur frásagnarsmekkur,
einkenni allra okkar sagnameistara frá
Sturlu Þórðarsyni til séra Árna Þórarins-
sonar. Þeir eru aldrei að hugsa út í það
hvort frásagnarefnið sé uppbyggilegt og
pent, það er háttur hins skólans, munkanna
Odds og Gunnlaugs og andlegra afkom-
enda þeirra allt fram til Kristmanns og
Kristjáns Albertssonar. Einkenni þess ætt-
boga er hin heilaga rangfærsla og kámuga
tæpitunga.
Þar sem hið sögulega fær að njóta sín
án allra annarlegra tillita birtast mannleg-
ar eigindir ófalsaðar, mannvonzkan og góð-
vildin, harkan og mildin, einbeitnin og
ístöðuleysið, nízkan og örlætið. Af þessu
tagi em saltkomin sem hann Guðmundur
hefur fundið í moldinni.
Búningur kvæðanna í bókinni er látlaus
80