Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 102
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR tveggja öldum saman, en höfðu bylt af sér okinu og voru nú að þreifa sig fram til nýs frelsis eftir leið'um nýrra þjóðfélagshátta. Kínverjar, Rússar, Egyptar birtast í árroða nýs þróunarskeiðs: nýlenduafnám, sósíal- ismi. Fjölbreytnin er mest í síðustu bókinni, Andliti Asíu. Ferðin tekur yfir megnið af Asíu vestan Kína, norðan frá Síberíu suð- ur á Indlandseyjar. Trúarbrögð em áber- andi þáttur í þjóðlífslýsingum hennar frá þessum slóðum svo sem í sjálfu þjóðlífi þess fólks, sem byggir þennan hjara heims- ins. Á sama tíma og ýmsir íslendingar, sem talið hafa sjálfum sér trú um, að þeir séu miklir andans menn, vilja sækja sína dýpstu og göfgustu speki til indverskra trú- arbragða, þá kemur íslenzkur ferðalangur í alþýðustétt og segir okkur ósköp látlaust frá því, sem fyrir augun ber, og við sann- færumst um það, sem við reyndar höfðum grun um áður, að miskunnarlausari og sví- virðilegri kúgari er ekki til í gervi trúar- bragða en þessi margtignaða Brahmatrú. Og í örfáum setningum er okkur sagður stéttarlegur uppruni hennar, þar sem aðvíf- andi ránsstétt norðan yfir fjöllin úthlutar hinum kúguðu svo niðurlægjandi hugmynd- um um sjálfa sig, að það virðist munu taka margar kynslóðir, og það þótt hinu full- komnasta þjóðfrelsi væri til að dreifa, að fá fólkið til að vilja líta á sjálft sig sem rétthafa til inannsæmandi lífs. Inn í ]ýs- ingu þessara siðlausu trúarbragða er svo ofin mynd frelsishetjunnar Ghandís, sem er reiðubúinn til að leggja líf sitt í sölurn- ar, ef það mætti verða til að opna augu heimsins fyrir þeirri svívirðu, sem felst í andlegri stéttaskiptingu föðurlandsins. — Hið „helga fljót“ Ganges með baðandi tötralýð þambandi óþverrann úr og af sjálf- um sér í „heilagri" trú á andlegan og líkam- legan lækningamátt þessa óþverra er eitt andstyggilegasta fyrirbæri þessarar jarðar að lesinni látlausri lýsingu Rannveigar, hafi það ekki verið það áður. Annars staðar er bjartara um að litast, fegurra og náttúrlegra mannlíf. Það er á- kaflega elskulega gert af ferðalangnum að skreppa með okkur úr þrengingum og trú- arbrjálæði hins frjósama Indlands upp í tign Kashmírdalsins, þar sem fólkið unir sér við fegurð lieimsfrægs vefnaðar við ræt- ur Himalaja, notar báta sem aðalsamgöngu- tæki 2000 m yfir sjávarmál og lætur sig engu skipta, þótt tvö vígbúin herveldi skaki vopnin hvort að öðru í deilu um yfirráð yf- ir þessu fagra fjalllendi. En fullkomnustum tökum á listrænni og menningarlegri sam- tvinnun lands, sögu, þjóðhátta og þjóðfé- lagsforma nær Rannveig í lýsingu sinni á Mið-Asíu, þar sem reikandi hirðingjaþjóð- ir sitja við bál hjá tjöldum sínum, jafn- hliða því sem þær berjast um land sitt við óvætti sandfoksins með fullkominni tækni og eldmóði sósíalskra hugsjóna. Rannveigu er meðfædd mikil gáfa hug- þekkrar frásagnar. Þó hættir henni stund- um við að verða fullskrúðmálg, en annars er látleysið og glögg athugunargáfa sterk- ustu þættir hennar sem ferðasagnaritara. Frásögn hennar minnir stundum á velgerða kvikmynd, þar sem úr fjölda svipmynda er valið af næmum skilningi á því, hvað frétt- næmast er og liæfast að grípa hug neytand- ans. Á einum stað fannst mér um stund sem henni væru að fatast tökin, en að lokn- um kafla kom tiikynning um það, að hann væri að verulegu leyti saminn upp úr bók- um annarra. Frásagnarsnilli hennar nýtur sín þá bezt, þegar hún segir beint frá því, sem fyrir augu hennar og eyru hefur borið. Það er ekki rétt að segja, að frásögn Rann- veigar mótist fyrst og fremst af frásagnar- gleði, en það er nautn hennar af athugun þess, sem hún skynjar, sem gefur frásögn hennar þess háttar blæ, að það nálgast töfra, þar sem bezt tekst. 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.