Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Blaðsíða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Blaðsíða 5
Kristinn E. Andrésson og menningar. Frá stofnun Máls og menningar hefur í sannleika enn lítið verið greint, en ekki þarf að fara í grafgötur um það að þar voru Krist- inn E. Andrésson og félagar hans enn einusinni merkilega næmir á „kall tím- ans“. Stofnun félagsins og hinn skjóti viðgangur þess er fyrst og fremst mjög merkilegt þjóðfélagslegt fyrirbæri. Félagið var í rauninni fjöldahreyfing; þegar tvö ár voru liðin frá stofnun þess var tala félagsmanna komin í 4500, nokkrum árum síðar voru félagsmenn um 6000. Þetta verður auðvitað ekki skýrt með því einu að gefnar voru út ódýrar bækur, heldur höfðaði félagið til nýrra lesenda, til fjölda sem var í framsókn upp úr nafnleysinu, ef svo mætti kornast að orði. Stofnendur Máls og menningar áttuðu sig á, eða fundu á sér, eða hittu á, að nýtt þjóðfélag var í burðarliðnum á Islandi; og að sönnu má telja Mál og menningu með nokkrum hætti hliðstæðu þeirra fyrirtækja sem um sömu mundir voru að byrja „fj öldaútgáfu“ bóka í miklu stærri þjóð- félögum. Það er ekki víst að það sé ómerkasta fyrirbærið af því tagi. Hér um breytir engu þó að önnur fj öldaútgáfufélög kæmu síðar í spor Máls og menn- ingar, með misjöfnum árangri, misjöfnu úthaldi og með misjöfnum aðferð- um. Þó að Kristins E. Andréssonar verði lengi minnzt sem frumkvöðuls í bóka- útgáfu, þá fer því fjarri að starf hans hafi einskorðazt við það. Hann var einn af stofnendum og forustumönnum Sósíalistaflokksins, alþingismaður 1942- 1946, og hann var ritstjóri Þjóðviljans 1945—1946. Það má segja að þau ár þegar hann var ritstjóri Þjóðviljans hafi staðið hans pólitíska orrahríð. Síðara hluta Eyjunnar lwítu, sem er að meginefni greinar úr Þjóðviljanum frá þessum árum, hefur hann kallað Eldraunina. Kristinn E. Andrésson hafði gert sér aðrar vonir um lýðveldið sem stofnað var 1944 en að það yrði dulbúin eða ódulbúin herstöð Bandaríkjamanna. Hann neytti allrar orku sem alþingismaður og ritstjóri Þjóðviljans til að berjast móti ásókn banda- ríska hervaldsins og undanlátssemi innlendra valdhafa. Það er efalaust að sú barátta sem háð var frá haustdögum 1945 til jafnlengdar næsta ár, hefur aftr- að því allra versta, en með Keflavíkursamningnum 1946 var eigi að síður gengið á bak þeim heitum sem strengd voru á Þingvöllum 1944. Þjóðsvikar- arnir og hinir hálfvolgu höfðu náð undirtökunum. Ég efast um að nokkurn mann hafi tekið sárar þessi málalok en Kristin E. Andrésson. Hann hafði bar- izt svo hart að hann mun þá hafa gengið nærri heilsu sinni. og ég hygg að hann hafi komið breyttur maður að nokkru leyti út úr þeirri baráttu. Kristinn E. Andrésson var mikilvirkur rithöfundur, þó hann hafi ekki látið prenta eftir sig nema fáeinar bækur; helztar þeirra eru: íslenzkar nú- 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.