Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Blaðsíða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Blaðsíða 46
Timarit Máls og menningar Gott, þaö var þá til einskis. Aðeins misheppnuð tilraun. Gjaldþrot. Ósigur Hann ætlaði að skrifa það Körnersfólkinu, Körner blessuðum, sem trúði á hann og í barnslegu trúnaðartrausti ríghélt sér í vonina um snilligáfu hans. Hann mundi spotta, grátbæna, bölsótast — heiðursmaðurinn sá; mundi minna hann á Carlos, sem einnig hafði séð dagsins lj ós eftir efasemdir, baks og breytingar, en hafði þó að lokum reynzt vera forkunnargott og frækilegt afrek. En þá var öðru máli að gegna. Þá var hann maður til að taka hlut- ina föstum tökum og ganga sigrandi af hólmi. Efi og barátta? O-jú. Og veikur hafði hann verið, líklega veikari en nú, vesæll flóttamaður, í ósátt við heim- inn, þjakaður og örsnauður á mannlega vísu. En ungur, kornungur í þá daga! Og hversu djúpt sem hann var beygður, fann andi hans ætíð ráð til að rétta sig úr kútnum, og eftir allar angurstundir komu tímar trúarinnar og hins innra sigurhróss. Þeir tímar komu ekki lengur, komu tæpast framar. Og ef maður gat vænzt að njóta slíkrar náðar, þá varð maður að gjalda eina nótt ástríðuþrunginnar, máttugrar sýnar með heilli viku myrkurs og doða. Þreyttur var hann, og ekki nema þrjátíu og sjö ára að aldri, og þegar að þrotum kominn. Trúin var dauð, trúin á framtíðina, hún sem hafði verið stjarna hans í þrengingunum. Og svona var það, þetta var hinn nöturlegi sannleiki: Ár neyðarinnar og allsleysisins, þau sem hann áleit vera ár reynslu og harmkvæla, þau höfðu í rauninni bæði verið rík og frjó. Og nú, þegar svolítil hamingja hafði fallið honum í skaut, þegar hann var kominn heim úr víkingu andans og hafði öðlazt þegnrétt í ríki borgarans, naut stöðu og metorða, átti konu og börn, þá fyrst var hann uppgefinn og úr leik. Það sem hann átti í vændum var ekkert annað en það að bregðast og missa móð- inn. Hann stundi, þrýsti höndunum upp að augunum og æddi eins og hundelt dýr um stofuna. Þessi síðasta hugsun var svo hræðileg að hann jafnvel forðaðist staðinn, þar sem hún flaug honum í hug. Hann settist á stól við vegginn, spennti greipar með hendurnar milli hnjánna og starði dapur niður á gólffj alirnar. Samvizkan... Hve hátt samvizka hans hrópaði! Hann hafði syndgað, syndgað gegn sjálfum sér öll þessi ár, gegn því viðkvæma tæki sem líkami hans var. Léttúð æsku hans, vökunæturnar, dagar í innilofti mettuðu tóbaks- reyk, þegar líkami hans var gleymdur og andinn lék lausum hala, örvunar- lyfin sem voru honum svipa við vinnuna — allt þetta hefndi sín, hefndi sín nú! Og ef það hefndi sín, þá ætlaði hann að storka guðunum, sem sökina 156
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.