Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Blaðsíða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Blaðsíða 30
Tímarit Máls og menningar IM ytra tifar líf mitt áfram eftir sekúndum og mínútum eins og klukkan á ráðhússturninum. Eg byrja að klæða mig stundvíslega klukkan 9 á hverjum morgni. Og stundvíslega klukkan 11 legst eg til svefns á hverju kvöldi. Eg sökkvi mér niður í velferð mannkynsins tvisvar á dag, alt af nákvæmlega á sama tíma og jafnlengi. Eg baða mig og iðka nauðsynlegar líkamsæfingar á hverjum morgni. Og eg tek mér göngutúr á hverjum degi og jafnan um sama leyti dags. Alt þetta er nauðsynlegt, til þess að ná taumhaldi á villidýrinu, sem materialisminn kallaði „pródúkt heilans“. Og heilsuveill maður fær aldrei klifið upp á Himalaya heilagleikans. Hið innra er eg sífelt rólyndur, mjúkur, blíður, umburðarlyndur og fullur af himneskri samhljóman. Mér hefir að visu aldrei verið illa við andstæðinga mína. En nú er kærleikur í þeirra garð orðinn króniskt ástand hjarta míns. Eg er búinn að missa alla löngun til að skrifa. Rithöfundur á aldrei að stinga svo niður penna, að einhver í heiminum verði ekki ofurlítið meiri maður, þegar blekið er þurt á pappírnum. En það er mér ofurefli. Samt hefir Satan verið að lokka mig til að skrifa langa ritgerð um áhrif bókmentastarfsemi minnar á íslandi. En þegar eg var búinn að hreinskrifa 32 síður, fekk eg kraft af hæðum, til þess að stinga þessum hégómaskap í ofninn. Eg þrái ekki neitt, nema að þjóna guði. Eg stúdera látlaust hina guðdóm- legu speki, geng í kyrkjur og hlýði á vatnanið hinnar hljóðlausu þagnar. Sál mín er orðin haf af himneskum rytma, sem engir hjáróma sviftibyljir fá vakið til vondrar iðju. Eg skrifa ekki. En þegar eg er lagstur út af á kvöldin á minn yfirlætislausa járnbedda, flæða ósjálfrátt inn í vitund mína spakmæli og afórismar. Og þetta skoða eg náðargjöf dulinna vitsmunaafla. Ekki get eg sagt, að eg sé enn þá hættur að hugsa um stjórnmál. En nú orðið horfi eg á slíka atburði með mildri meðaumkun ofan af mínum and- legu hæðum. Eg er áhorfandi, sem stendur upp á háum fjallstindi í sólarupp- rás á heiðum vormorgni. í dalverpinu fyrir neðan virði eg fyrir mér pólitísk- ar vorannir meðbræðra minna. En frerar eru enn þá í jörðu, og sólargeisl- arnir hafa að eins snortið efstu fjallahnúkana. Eg hefi ekki smakkað kjöt síðan í nóvember í haust. Og bráðum segi eg einnig skilið við fiskinn. Góð samvizka er dýrmætari fjársjóður en hundrað rár af hangnu kjöti. Og betri er soltinn magi en súrsaður bringu- kollur. Framtíðarráð mitt er enn þá á reiki. Mig langar helzt til að hola mér niður í einhverri stórborg, því að heilagur andi er alls staðar nálægur, og alt annað 140
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.