Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Side 59

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Side 59
Ásatrú og kristindómur því, að sjáandinn fellur fram fyrir engil til aS tilbiðja hann, en engillinn segir: „Varastu þetta, ég er samþjónn þinn og bræðra þinna.“ Hér er um að ræða minni frá þeim tíma, er jafnvel kristnir menn höfðu tilhneigingu til engladýrkunar. — Annað dæmi má nefna frá siðbótartímanum. Marteinn Lúther og fleiri siðbótarmenn réðust öndverðir gegn ákalli kaþólsku kirkj- unnar til helgra manna. Siðbótarmennirnir voru síður en svo andstæðir tilveru helgra manna. Helgir menn voru lifandi í himninum, — en hversu göfugir sem þeir voru, máttu þeir ekki verða að guðum. Siðbótarmennirnir óttuðust, að vitundin um einn guð myndi sljóvgast, guð yrði fjarlægur og í hans stað kæmu margar goðverur, svo að kristindómurinn yrði að einskonar fjölgyðistrú. Sögulegar sannanir eru einnig fyrir því, að í fornöld hafi Jesús Kristur verið tekinn í guðatölu í lieiðnu hofi. En kristnir menn hafa ekki heldur get- að aðhyllzt þá stefnu, að tigna Krist sem guð í hópi margra annarra. Þess- ari afstöðu er lýst í orðum Páls postula í I. Kor. 8,5-6.: „Því að enda þótt til séu svonefndir guðir, hvort heldur er á himni eða á jörðu ... þá er þó ekki til fyrir oss nema einn guð, faðirinn, sem allir hlutir eru frá, og líf vort stefnir til, og einn Drottinn Jesús Kristur, sem allir hlutir eru orðnir fyrir og vér fyrir hann.“ Nú er komið mál til að skýra nánar, hvaða rnunur er á trúarskynjun krist- inna manna og fjölgyðistrúarmanna, þar á meðal ásatrúarmanna. Þetta verður bezt gert í stuttu máli með því að taka tvö dæmi um trúræn tákn, sem snerta bæði heiðindóm og kristindóm. Hið fyrra er askur yggdrasils, eitt hið fegursta og mikilfenglegasta tákn trúrænnar skynjunar, sem til er í heiðnum sið. En hliðstæður þess finnast í Kína og víðar um heiminn. Og hugmyndin um lífsins tré og heimstréð er svo að segja allsstaðar til í einhverri mynd. Þetta er vitnisburður um, að mannkynið hefur frá örófi alda skynjað guð- legan mátt í endurnýjun og vexti lífsins að vori til, eins og víða kemur fram í dýrkun frjósemdarguðanna. En táknið gefur meira til kynna, sem sé, að alheimurinn sé lifandi heild, horin uppi af guðlegum mætti, eins og tréð er ein lífsheild, frá rótum til krónu. — Sumir fræðimenn hafa talið, að frá- sagnir Snorra Sturlusonar af aski yggdrasils hafi orðið til fyrir áhrif frá fyrstu Mósebók, þar sem sagt er frá lífsins tré. Engin ástæða er til að ætla slíkt, heldur eru bæði Edda og Gamla-testamentiö vottur um sameiginlega skynjun fornra þjóða, sem túlkuð er með tákn lífstrésins. En þegar kristin- dómurinn kemur fram, gerist það, sem raunar er algengt í sögu trúarbragö- anna, að ný trúarskynjun tekur gömul tákn í þjónustu sína, og veitir þeim 169
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.