Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Blaðsíða 93
Umsagnir um bækur
AFL ÞEIRRA HLUTA...
Skáldsögur sem fjalla um peninga hafa
lengst af verið álitnar álíka viðeigandi,
ef ekki verri, og þær sem ræða full opin-
skátt um kynferðismál. Það er því óvenju-
legt að rekast á sögu, sem fyrst og fremst
fjallar um peningaviðbrögð fólks. En verð-
ur slík saga ekki álíka innantómur hvers-
dagsleiki og lélegt klám? Því verður ekki
neitað að Gunnar og Kjartan1 er hvers-
dagssaga (eða raunsæ, ef svo þykir betur
henta), saga úr reykvískum veruleik, þó
skýrir hún lesendum þann veruleik áþreif-
anlega, einkum frá sjónarhóli stéttarhugs-
unar persónanna. ekki svo að skilja að þær
séu eingöngu hvítþvegnar hetjur eða sót-
svartir skúrkar. Söguhetjan Kjartan getur
á engan hátt talist liafa yfirbragð hetjunn-
ar, einkenni hans eru fremur vanahugsun
stéttar hans og umhverfis. Fremur lítil-
sigldur menntaskóladrengur úr lægri milli-
stétt, framavon fjölskyldunnar, sem lætur
ljós sitt skína á kaffihúsum í háfleygum
umræðum um bækur, sem hann hefur ekki
lesið. Sagan er að nokkru leyti þroska-
saga hans, hvemig hann kynnist borgur-
unum í heimsborgaranum Gunnari, feyskn-
um meið úrkynjaðrar ættar, dáir hann
mjög og verður verkfæri hans í innbyrðis
1 Vésteinn Lúðvíksson: Gunnar og Kjart-
an. Fyrra bindi, 328 bls., síðara bindi,
318 bls. Heimskringla 1971 og 1972.
ættardeilum. Finnur sig smáðan og lítil-
lækkaðan og snýr snarlega við blaði án
þess þó að hafa séð fyllilega gegnum
klækina og svikin. Hendist síðan á togara,
þar sem hann kynnist gagnstæðum við-
horfum, hæðst er að þeirri menningu, sem
liann áður taldi helgasta og byrjar að gruna
að ekki sé allt með felldu við þann sann-
leik er hann áður trúði. Tekur síðan að
sér ólétta afgreiðslustelpu, flytur að heim-
an í fússi og hefur búskap í kjallaraholu,
hættir í skóla, hálft í hvoru stoltur yfir að
hafa snúið haki við fyrra líferni. Þegar
átrúnaðargoð hans fyrrum reynir að fá
hann á nýjan leik til að aðstoða sig í
klækjum sínum, lætur hann krók koma á
móti bragði og hefur úr úr honum fé til
að halda brott úr Reykjavík með stúlk-
una sína og drykkjuaumingjann föður
hennar, hvikar ekki írá því þó stúlkan
yfirgefi hann og þar skiljum við við Kjart-
an, þegar hann heldur út í óvissuna.
Til hvers? verður einhverjum á að
spyrja. Jafnvel þótt Kjartan virðist sitthvað
hafa lært, þá eru sinnaskipti hans í síðari
hlutanum fullt eins ósannfærandi og gáfu-
mannahjalið í þeim fyrri og sýna framar
öðru stéttareinkennin, vingl millistéttar-
innar milli verkalýðs og borgara með
snöggum sinnaskiptum og óraunhæfum á-
lyktunum, lokaáhersla þess er 6Íðan flótt-
inn, leit að einhverju nýju, þegar mesti
hugljóminn er horfinn. En sé Kjartan ekki
203