Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Blaðsíða 38
Tímarit Máls og menningar
En þegar ég var sextugur háttaði ég hjá ..og lengra verður ekki komizt
í tónlist á þessari öld.
Móðir mín, Hugborg Bjarnadóttir, var alin upp hjá skaftfellskum hús-
dýrum og almúgafólki, sem stóð á svipuðu menningarstigi og dýrin. Um tíma,
þegar hún var 13—14 ára, var hún á prestsetri einu og svaf á milli tveggja
dætra prestsins. Því nær sem mennirnir standa dýrunum og náttúrunni, því
betri eru þeir. Samt er ég svo hrifinn af fínum og ströngum siðum, að ég
þori ekki að taka skaftfellsku húsdýrin að öllu leyti fram yfir heldrafólkið á
Akureyri, sem faðir minn ólst upp hjá. Sem ung stúlka kynntist móðir mín
mestu og beztu konu, sem mér er kunnugt um, að lifað hafi hér á landi, Ing-
veldi í Eyjarhólum. A móti slíkri konu hefur Akureyri ekkert að bjóða.
Sem drengur og unglingur kynntist ég þessu skaftfellska fólki, sem var svo
nákomið dýrunum, að jafnvel málrómur þess líktist hljóðum þeim, sem dýrin
gefa frá sér.
En hvernig í ósköpunum átti ég, sem var fullur af rómantískum draumum
um prinsa og prinsessur, að geta áttað mig á þessu fólki og séð í gegnum hið
hrjúfa yfirborð þess?
Sigríður Sigurðardóttir, kona Guðlaugs móðurbróður míns, var gædd svo
sterku tilfinningalífi, að hún gerðist barnsræningi af eintómri ást til harns-
ins. Eftir að hafa misst í sjóinn þrjá syni, sem hún átti með þremur eigin-
mönnum sínum, vaknar hún einn morgun við, að á baugfingri hægri handar
hennar er kominn dularfullur hringur, ekki úr málmi, en líkastur því sem
hann væri úr einhverjum sjávargróðri. Það er ekkert yfirnáttúrlegt við þetta,
ekki frekar en við stigmatiséringu, en hún er ósköp náttúrlegur hlutur, sem
engin ástæða er til að undrast yfir. Þegar sterkur hugur einbeitir sér að ein-
hverju ákveðnu viðfangsefni, eru engin takmörk fyrir því, sem skeð getur.
Það sem einum manni af skaftfellskum ættum, Einari Ragnari Jónssyni,
hefur tekizt að skapa og framkvæma, er miklu ótrúlegra en allar undrasögur
veraldarinnar.
Fyrrnefnd Sigríður var dóttir Salgerðar á Hryggjum, sem Eyjólfur á Hvoli
segir, að verið hafi skergála mikil. Móður minni mislikaði stórum, þegar
Friðrik Þorsteinsson frá Dyrhólum — í bréfi til Sigurðar bróður míns —
minntist á „Salgerðar-hyskið“. Móðir mín gat fundið hið góða í fari þessa
fólks, þó að það ekki alltaf lifði eftir ströngum siðferðisreglum. Sem drengur
kynntist ég Salgerði gömlu. í rnínum augum var hún forneskjan sjálf. En hún
kunni að njóta lífsins. Hún spilaði sólówhist fram í rauðan dauðann.
Móðir mín var náskyld Guðríði Sveinsdóttur frá Ásum og bræðrum
148