Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Blaðsíða 29
Bréf til Kristínar Guðmundardóttur nafni, sem einir 8 menn í Stokkhólmi geta stafað sig fram ór, þá hefi eg fengið þetta blað með eins náttúrulögmálslega öruggum skilum og sólaruppkomuna á morgnana. Eg myndi skoða það sem fyrirboða fyrir yfirvofandi sigri jafn- aðarstefnunnar á íslandi, ef það brygðist mér í eitt einasta skipti, að Social- demokraten sænski væri borinn heim til mín. Og þó mun hann hafa nokkur hundruð þúsund kaupendur. Svo hárrétt ganga hin andlegu sigurverk sósíal- istanna sænsku. Og fer þó fjarri, að mér detti í hug að hæla sósíaldemókröt- unum hér í landi. Þann andlega mun, sem leynist bak við afgreiðslu þessara blaða, þætti mér, sem kappkosta að lifa eftir kenningum minum, vænt um að fá lagfærðan, svona einhverntíma áður en j afnaðarmannaflokkurinn tekur í sínar hendur útsendingu íslenzka ríkisins. Annars getur svo farið, að Vörður þykist fá góða og gilda ástæðu til að lýsa hitt og þetta lygi af því, sem eg hefi rætt og ritað um reglusemi jafnaðarríkisins. En pólitískir samherjar mínir á Fróni telja kanski þessar aðfinslur fremur heyra undir manngildisteóríur Morgun- blaðsins en mína himnesku sósíalteólógi. Og þá skal eg þegja. Þú getur varla gert þér í hugarlund, hve gífurlegum stakkaskiftum eg hefi tekið í andlegum efnum, síðan eg kom hingað, einkmn tvo mánuðina síðustu. Eg er endurfœddur. Og þetta er fjórða endurfæðing mín. Fyrsta endurfæðingin snart mig í „baðstofunni“ á Skólavörðustíg 10 eitt stjörnubjart októberkvöld árið 1911. Hún var sambland af óskaplega sterkri ást og rómantísku draumarugli. Það var gerbreyting. Onnur endurfæðing mín rammaði mig veturinn 1914. Þá fekk eg á einni nóttu nýtt form og nýjan stíl bæði á bundið mál og óbundið. Þetta var því litterer endurfæðing eða öllu heldur formleg endurfæðing. Þriðja endurfæðingin kom yfir mig eitt sinn, er eg var á gangi á Laugaveg- inum haustið 1918. Það var spirituell endurfæðing, en þó var hún meira í teoretisku sniði en praktískum anda. Fjórða endurfæðingin hefir gerst á mér hægt og hægt í vetur. Það er allsherj arendurfæðing, grundvallargerbylting á öllum mínum innra manni, hugsunarhætti, skoðunum, tilfinningum, viljalífi, breytni, framkomu, tali og lifnaðarháttum. Eg veit, að eg á fimtu endurfæð- inguna eftir. En hún verður svo stórstíg og róttæk, að um hana þori eg ekki að tala við fólk, sem er af þessum heimi. Já, Kristín mín, eg er nú sannarlega annar maður en eg var, þegar fætur mínir stigu af síldarplaninu um borð í Lyru 3. desember í vetur. Eg segi ekki, að eg sé betri, vitrari eða meiri maður. Eg er annar maður. 139
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.