Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Blaðsíða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Blaðsíða 35
Mennt er máttur og tónskáld. Hann átti eftir að verða alþingismaður, ráðherra og bankastjóri. Heimili hans var eitt af fremstu músíkheimilum Reykjavíkur. En heldra fólkið gat aldrei gleymt fortíð hans. „En forhenværende Skomager,“ sagði frú Alfheiður Briem og gretti sig. En grettan sú var lítil, borin saman við grettuna miklu, þegar amtmannsfrúin á 56. ári síns ekkjudóms frétti, að sonardóttir hennar væri gift syni Gvendar frá Helgastöðum. Frú Jensen var vitur kona. Til þess að spara sér tuttugu krónur á mánuði hafði hún enga afgreiðslustúlku í brauðbúðinni. Þess vegna var alltaf opið úr búðinni inn í stássstofuna eða eldhúsið, svo að frúin gæti fylgzt með, ef ein- hver kæmi. Þetta jók aðsókn að brauðsölubúðinni, því um leið og blessaðir fátæklingarnir komu að kaupa eitt tíuaura súrbrauð gátu þeir augum litið stásstofudýrðina hjá frú Jensen. Frú Jensen var stórvitur. 011 Reykjavík vissi, að Jensen var upp á kvenhöndina, sem kallað er. Hann hefði þegið að fá að klappa og strjúka fallegri vinnukonu. En margt alvarlegt getur hlotizt út af svo saklausri byrjun. Frú Jensen sá við því. Vinnukona hennar var, eftir út- litinu að dæma, að minnsta kosti tveggja karlmanna maki og auk þess næstum alskeggjuð. Ég á erfitt með að hugsa mér þá konu öðru vísi en sem ræðara á móti fílefldum karlmönnum. Hún var áreiðanlega ekki á sömu línu og Gudda fimmpund eða Stella Briem, sem ást og tilbeiðsla Kristjáns Albertssonar hefur gert ódauðlegar. Hefði Jensen gert minnstu tilraun til að kyssa hana, hefði hún samstundis slegið hann í rot. Það var algerlega útilokað, að „ósköpin“, sem skeðu í Skálholtskoti, gætu skeð á heimili Jensenshjónanna. En frú Guð- ríður í Skálholtskoti hafði vit á að læra af reynslunni. Eftir að „ósköpin“ skeðu, hafði hún eingöngu gamlar og ljótar vinnukonur og borgaði þeim miklu hærra kaup en almennt gerðist. Fröken Kristín var bezta vinkona háyfirdómarafrúarinnar og þóttist þar af leiðandi eiga það mikið undir sér, að ekki gæti komið til mála, að nokkur maður dirfðist að neita henni um annan eins smágreiða og að lána henni fáein kökuform. En fröken Kristínu voru takmörk sett, eins og okkur öllum. Hún hafði mjög óljósar hugmyndir um, að tilveran hefur einnig sínar fjár- hagslegu hliðar, en þær hliðar þekkti frú Jensen mætavel. Hún vissi vel, hverjir keyptu brauð í Jensens-bakaríi og hverjir ekki. Þá þekktu menn ekki aðeins allt heldrafólkið, heldur einnig allar vinnukonur þess og svo auðvitað blessuð hörnin, sem komu stundum að kaupa brauð. Frú Jensen vissi, að háyfirdómarafrúin keypti öll sín brauð hjá Bernhöft, en fröken Kristín öll sín hjá Friðriksen, sem átti heima í næsta húsi við hana. Þá grunaði engan Reykvíking, að Friðriksen ætti eftir að verða heimsfrægur fyrir framleiðslu 10 TMM 145
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.