Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Blaðsíða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Blaðsíða 97
gæti verið betra, sú regla er í fullu gildi, að hlutfall sí'ðustærðar og síðuprentmáls skuli vera 50% og 50%. Prentsíðan hefði gjarnan mátt vera mjórri og hærri. Þótt út- lit bókarinnar sé ekki samkvæmt fyllstu kröfum góðrar prentlistar, þá er tilraun fyrirtækisins virðingarverð í því að reyna að vanda sem bezt allan frágang bók- anna, en þar hafa þeir góðu menn ef til vill leitað yfir lækinn eftir því vatni, sem er þeim nærtækara í prentmeisturum fyrir- tækisins. Auglýsingagerð og prentlist eru tvær greinar. Fyrstu bækur ritsafnsins eru: Vinir vorsins og Skóladagar. Sú fyrri var fyrsta skáldsaga Stefáns Jónssonar, ætluð börnum og unglingum. Ilún kom í fyrstu út 1941 og er þetta þriðja útgáfa, Skóladagar er framhald hennar. í þriðja bindi safnsins birtist frægasta unglingasaga Stefáns, Sag- an hans Hjalta litla. Það er mikill akkur að fá þessar bækur útgefnar og eins vel og hér er gert. Einar Bragi skrifar inngang og sér um útgáfu sagnanna. I inngangin- um rekur hann uppruna höfundar og til- orðningu sagnanna, sem eru margar að ein- hverju leyti byggðar á bernskuminning- um og þessar sögur eru ekki aðeins ágætar unglingabækur heldur eru þessar og fleiri menningarsögulegar heimildir um þá tíma þegar sveitaklukkan var enn notuð út um dreifðar byggðir landsins. Höfundur lýsir þeim tímum og einnig umskiptunum 6em verða þegar flutt var, og bæjarlífið hófst. En sögur Stefáns Jónssonar eru meira en þetta, honum tókst að skapa persónur, lif- andi einstaklinga í skáldsögum sínum, ætluðum unglingum, og skilningur hans á sálarlífi barna og unglinga átti sér upptök í samúð hans með þeim, sem minna máttu sín og eigin reynslu í þá veru. Sá sem sannast hefur lýst viðleitni Stefáns Jóns- sonar er Jóhannes úr Kötlum og nægir að vísa til þess í inngangi Einars Braga Umsagnir um bækur (bls. XXXI-XXXII). Unglingabækur Stef- áns Jónssonar teljast nú til þess bezta, 6em skrifað hefur verið í þeirri grein. Annar helzti unglingabókahöfundur íslenzkur var Pater Jón Sveinsson og báðir þessir höf- undar áttu sér upphaf á dögum sveita- klukkunnar, en annar lifði einnig bæjar- tímann (símaklukkuna). Annar skrifaði bækur sínar á máli milljónaþjóða og varð heimsfrægur, hinn skrifaði á íslenzku og komst í lifanda lífi hjá þeim örlögum. Minningabækur og skáldsögur ofnar úr minningum eins og sumar sögur Stefáns Jónsonar og Paters Jóns Sveinssonar eru meira einkenni íslenzkra bókmennta en annarra þjóða. Verulega snjallar minningar og ævisögur eru þó ekki margar. Dægra- dvöl Gröndals, lífstjáningar Matthíasar Jochumssonar, Ævisaga síra Jóns Stein- grímssonar og Ingunnar frá Kornsá koma manni í hug, og ævisaga Indriða Einars- sonar, Séð og lijað. Allar þessar bækur eru skemmtilegar hver á sinn hátt og sú síðast talda er næst nútímamönnum í tíma, skrifuð á fjórða tug aldarinnar, kom út í fyrstu útgáfu 1936. Þessi endurútgáfa er að ytra útliti um flest hversdagslegri en sú fyrsta, prentun var mun fallegri á fyrri út- gáfunni og band miklu vandaðra. Þessi útgáfa er í leiðinlegu bandi, prentform fyrri útgáfunnar var mun þekkilegra fyrir augað eins og áður segir og pappír mun betri. Það er prófsteinn á útgáfufyrirtæki hvort þau leggja allt upp úr stundargróða og kosta sem minnstu til útgáfna sinna, leggja stund á „fabrikkuútgáfu“ eða vanda það sem frá þeim fer þótt það hafi í för með sér aukinn kostnað, sem vinnst þó upp á lengri tíma. Það er þó vissulega góðra gjalda vert að gefa aftur út Séð og lijað, þótt fátæklega sé staðið að ytri gerð 1 Indriði Einarsson: Séð og lifað. Endur- minningar. Almenna Bókafélagið 1972. 207
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.