Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Side 63

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Side 63
Ásatrú og kristindómur að þegar henni er ekki fullnægt samkvæmt eðlilegri gerð kristinna trúar- bragða, myndast ýmiskonar villigróður. Þegar menn hætta að leggja leið sína til jólamessu til að skynja guð í altarislj ósunum sem tákni guðsbarnsins í Betlehem, þá flýja menn út í kirkjugarð og kveikja ljós á gröfum framlið- inna. Ósjálfrátt leita menn að táknum hins eilífa. í stað Jesúbarnsins að öðru leyti kemur sankti Kláus, sem hér á landi er bastarður úr dönskum nissa, ís- lenzkum jólasveini og amerískum santa. Ár eftir ár hafa íslenzk dagblöð, haldin broddhorgaralegri eftiröpunaráráttu haft í frammi áróður gegn því, að bænavikan á undan páskunum væri notuð til að skynja guð í dauða og upprisu Krists. í staðinn kemur fjalladýrkun, því að þrátt fyrir allt er fjalls- tindurinn allt framan úr heiðni tákn helgidómsins. Fjalladýrkunin er öðrum þræði ósjálfráð viðleitni til að láta eitthvað koma í staðinn fyrir þá guðs- dýrkun, sem vanrækt er. Hvítasunnan var um langt skeið helzta fermingar- hátíð íslenzku kirkjunnar. Nú hefur þessi hátíð margt sameiginlegt með forn- grískum orgíum. En víndrykkja og kynmök voru heiðingjunum tákn guð- dómsins. Það þyrfti engan að undra, þótt þessi tilraun til lífsdýrkunar hér á landi yrði mönnum einhvern tíma meðvituð Freyjudýrkun með tilheyrandi kynferðisiðju og fórnum. — Og hvað eiga íslenzk blöð við, þegar þeir menn eru stöðugt nefndir sóldýrkendur, sem hafa gaman af að vera úti í sólskini, og veðrabrigði eru sjaldan kölluð annað en dutlungar veðurguðanna, - í fleirtölu? Raunverulega er þetta feimni við að játa hina gömlu trú á einn guð sem herra himins og jarðar. - Það má fela slíka trú bak við orðalag fjölgyðistrúar. Gegn öllum þessum teiknum um heiðnar tilhneigingar verður ekki sporn- að með illindum. Mér virðist ég heyra í þessum sundurleitu röddum neyð- aróp leitandi sálna, sem ef til vill hafa orðið útlægar í andlegu tilliti vegna þess, að vér kristnir menn höfum sjálfir vanrækt að taka þátt í tilbeiðslu kristins safnaðar. Það væri verðugt verkefni fyrir trúarsálfræðing að rann- saka áhrif trúrænnar skynjunar við íslenzkar messur á þessari öld. En jafn- vel þótt ekki hafi verið unnið að því með vísindalegum aðferðum, vitum vér um nægilega mörg dæmi úr lífi einstaklinga til þess að geta fullyrt um gildi hennar. Austfirzkur bóndi sagði mér eitt sinn, að hann hefði riðið til kirkju á fögrum sunnudegi. Sál hans var sundurtætt og hann skynjaði ekki annað en myrkur örvæntingar og áhyggju. En um leið og hann kom inn fyrir þröskuld kirkjunnar, sá prestinn fyrir altarinu og heyrði söfnuðinn syngja, skynjaði hann allt í einu kærleika guðlegs anda, og hugur hans fylltist nýj- um krafti og kjarki til að lifa lífinu. Hugsum oss nú, að messufall hefði orð- 173
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.