Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Blaðsíða 45
Örðug stund Hann stóð hjá ofninum og skotraði mæðulega augum yfir til verksins, sem hann hafði flúið frá, þessari byrði, þessu fargi, þessari samvizkukvöl, þessu hafi, þessu vítisfulli, þessu hræðilega viðfangsefni, sem var í senn stolt hans og læging, himinn hans og fordæming. Það silaðist áfram, missti skriðarins, stóð kyrrt — aftur og aftur og enn aftur! Þetta var veðrinu að kenna, kvefinu og þreytu hans. Eða vinnunni? Verkinu sjálfu, sem var óheillagetnaður og örvæntingunni vígt? Hann hafði staðið upp til að komast sem lengst burt frá handritinu, því oft varð fjarlægðin ein saman til þess að hægt var að fá meiri yfirsýn yfir verkið og gera sínar ráðstafanir. Já, fyrir gat komið að það eitt að snúa sér frá glímuvellinum veitti örvun og styrk. Og það var saklausari örvun en að fá sér staup af kryddvíni eða svart, sterkt kaffi... Lítill holli stóð á borð- inu. Gæti hann hjálpað honum yfir hindrunina? Nei, nei, ekki meir! Ekki einungis læknirinn, heldur einnig annar mikilsvirtari, hafði varað hann strengilega við slíkum úrræðum: einmitt hann, þessi í Weimar, sem hann elskaði af munarfullri fjandúð. Hann var vitur. Hann kunni að lifa, skapa; misbauð sér ekki, var fullur nærgætni við sjálfan sig... Þögn ríkti í húsinu. Ekkert heyrðist nema vindurinn, sem þaut niður Hallarstrætið, og regnið sem stöku sinnum lamdi rúðuna. Allt svaf, húsráð- andi og hans sifjalið, Lotta og börnin. Og hann stóð hér einn vakandi við kaldan ofninn og gaut þjáður augum yfir til verksins, sem sjúkleg hót- fyndni hans bannaði honum að trúa á. . . Hvítur háls hans skagaði langt upp úr hálsmálinu og undan náttsloppnum skein í íbjúga fótleggina. Rautt hár hans var strokið aftur frá háu, sviphreinu enninu, svo að þunnir lokkar huldu eyrun, en í djúpum kollvikunum djarfaði fyrir Ijósbláum æðum. Augabrúnir hans, ívið dekkri en höfuðhárið, voru næstum samvaxnar; nefið stórt og bogið, nefbroddurinn hvítleitur; augun lágu djúpt, og allt gaf þetta viðkvæmnislegu augnaráðinu einhvern ófreskan tregasvip. Þar sem hann neyddist til að anda gegnum munninn, opnaði hann sífellt þunnar varirnar og þá sýndust vangar hans, freknóttir og guggnir af inniveru, ennþá holari og kinnfiskasognari. Nei, það var misheppnað og allt unnið fyrir gýg! Herinn! Herinn hefði þurft að sýna! Herinn var undirrót alls! En þar sem hann fékk ekki rúm á sviðinu — var sú óhemju list liugsanleg að knýja hann fram í ímyndunina? Og hetjan var engin hetja; hún var ógöfug og köld! Kveikjan var svikin og tómahljóð í málinu, þetta var allt saman þurr og lágfleygur fyrirlestur í sögu stað, flatur, sviplaus og óhugsandi fyrir sviðið! 155
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.