Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Blaðsíða 81
Gjaldeyriskreppan og forrœði Bandaríkjanna
er svo fjarlægara markmið þeirra, að endurskipuleggja viðskipti helztu iðn-
velda á vesturlöndum á nýjum grundvelli, þ. e. a. s. breyta hinu alþjóðlega
viðskipta og greiðslukerfi á þann hátt að það verði hagstæðara fyrir þá
sjálfa.
Það væri of langt mál og leiðinlegt að rifja hér upp öll deilumál Banda-
menn kjósa nú fremur tvíhliða viðræður en alþjóðlegar ráðstefnur, og beita
gjarnan einhliða aðgerðum án þess að hafa of miklar áhyggjur af þeim af-
leiðingum sem þær kynnu að hafa á efnaliagslíf annarra þjóða.
Það væri allt of langt mál og leiðinlegt að rifja hér upp öll deilumál Banda-
ríkjanna, Evrópumanna og Japana á sviði viðskiptamála — landbúnaðar-
stefnu, sérverzlunarsamninga, tollamála — og þær mörgu tillögur sem bornar
hafa verið fram til að leysa þau, afnám eða lækkun tolla á iðnaðarvörum,
kerfi til að tryggja markaði, o. s. frv.... Á bak við allar þessar tillögur og
rökstuðning þeirra má greina sama, einfalda markmiðið, en það er að verja
bandarískan markað fyrir erlendri samkeppni og auðvelda bandarískri
framleiðslu aðgang að erlendum mörkuðum.
í gjaldeyrismálum eru Bandaríkjamenn að uppgötva kosti þess að leiðrétta
verðlag með gengisfellingu, og voru að vísu ekki fyrstir til þess. Það sem
þeir leita að undir hinu óljósa nafni „endurskipulagning gj aldeyrismála“ er
e. k. kerfi fljótandi gengis, eða a. m. k. mikið svigrúm til að leiðrétta geng-
ið. Þannig hyrfu síðustu takmarkanir á frjálsri gengisskráningu og óháðri
öllum erlendum skuldbindingum.
í þessu samhandi er athyglisvert að sjá hvernig stundlegar lausnir, sem
menn hafa gripið til í því skyni að leysa ákveðið vandamál, hafa allt í einu
verið uppdubbaðar sem e. k. grundvallarreglur. Þannig er t. d. um þá reglu
að skella skuldinni af óhagstæðum greiðslujöfnuði á lánardrottnana. Sam
kvæmt þessu nýja guðspjalli eru nú þær þjóðir, sem njóta hagstæðs greiðslu-
jafnaðar og góðrar stjórnar í málum sínum, settar á ákærubekkinn og látnar
hera ábyrgðina á halla annarra þjóða. Menn geta velt því fyrir sér hvort þetta
nýja lögmál muni lifa lengi eftir að viðskiptajöfnuður Bandaríkj anna hefur
verið réttur við.
Hvernig sem það er, verða menn að gera sér grein fyrir því að nú er um
að ræða róttæka endurskoðun þess kerfis frjálsra gj aldeyrisviðskipta, sem
stofnað var eftir heimsstyrj öldina innan ramma GATT og Bretton-Woods
stofnananna. Með þessu er verið að hafna á dulbúinn hátt þeirri meginreglu
frjálsra viðskipta, sem hafði stöðugt verið prédikuð fyrir viðskiptavinum
Bandaríkj anna og nýliðum í vanþróaða heiminum.
191