Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Blaðsíða 11
Kristinn E. Andrésson
heppnuðust oft með þeim ólíkindum að svonefndir raunsæir fjármálamenn
horfðu á það með fullkomnu skilningsleysi, enda héldu misvitrir menn því
fram æ ofan í æ að Mál og menning lifði á rússneskum gullrúblum. Margir
vildu ekki viðurkenna þá staðreynd að félagið átti sér tryggan hóp stuðnings-
manna sem voru reiðubúnir að sýna hug sinn í verki þegar á þurfti að halda.
En það var framar öllu Kristni að þakka hversu tókst að virkja þennan stuðn-
ing og beina honum að þeim framkvæmdum sem urðu félaginu að mestu
gagni og tryggðu framtíð þess.
Ástæðan til þess að Kristni tókst þetta skipulagsstarf var framar öllu ódrep-
andi bjartsýni hans, eldmóður og bjargföst trú á þær hugsjónir sem hann
barðist fyrir. Hann trúði á alþýðu manna, á framtíð hennar, á þá drauma
sem baráttumenn kreppuáranna dreymdi um nýtt og betra þjóðfélag. Úrtölu-
menn og svartsýnispostular hafa kallað og munu kalla Kristin og hans líka
óraunsæja draumóramenn, og víst er um það að margir draumar þeirra eiga
langt í land að rætast. En eru það ekki einmitt slíkir menn sem eru sáðmenn
framtíðarinnar? Ef ekki er hugsjónin, útópían, hvert eiga þá framsæknustu
mennirnir að stefna? Alltaf er nóg til af mönnum sem bogna og leggja árar
í hát, þegar örvænt sýnist um skjótan framgang þeirra mála sem barizt er
fyrir. Þeim mun nauðsynlegri eru þeir sem aldrei láta kyndil hugsjónanna
niður falla. Einn slíkra manna var Kristinn. Hann vissi að til þess að hugsjón-
ir hans rættust þyrfti að breyta heiminum, og hann var sannfærður um að það
væri ekki aðeins hægt, heldur mundi það gerast. Þessari sannfæringu sinni
var hann trúr til æviloka. Við hann eiga þau orð sem hann hafði sjálfur um
Bertolt Brecht, þar sem hann talar um lífsskoðun hans og óbifanlega sann-
færingu „um að heimurinn mundi breytast og að það væri á valdi mannsins
að breyta honum“.
/. B.
121